Bill Gates segir í nýlegu viðtali við The Atlantic að einkageirinn sé einfaldlega of eigingjarn til að þróa hreina og hagkvæma orkugjafa sem leyst gætu jarðefnaeldsneyti af hólmi. Í sama viðtali tilkynnti hann um 2 milljarða dollara framlag til málefnisins og skoraði á aðra til að gera slíkt hið sama, til þess að Bandaríkin mættu verða kolefnislaus árið 2050.
Sjá viðtalið í heild sinni hér.