Hátækni CRI nýtt í Noregi

Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.

Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.

Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.

Umræða um endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum

Methane-eating bacteria might spark a revolution in green fuel ...

Þann 26. júní síðastliðinn birtist pistill í Morgunblaðinu eftir Sigríði Á Andersen þar sem hún fjallar um rafbílavæðinguna og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Í dag birti sérfræðingur hjá Orkustofnun, Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, grein í Morgunblaðinu einnig, þar sem hann áréttar meðal annars, hvert framlag rafbíla er til markmiða Íslands um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Íslensk tækni reynist vel til að geyma vindorku á fljótandi formi

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) og samstarfsaðilar þess hafa nú formlega lokið MefCO2 rannsóknarverkefninu sem staðið hefur yfir frá árinu 2015. Í verkefninu, sem að hluta til var fjármagnað af Nýsköpunar-og rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, var tilraunaverksmiðja sem byggir á ETL tæknilausn CRI (Emissions-to-Liquids) reist við orkuver RWE nærri Köln í Þýskalandi. Með rekstri verksmiðjunnar á síðastliðnu ári var sýnt fram á að nýta má tæknilausn CRI til að umbreyta vind- og sólarorku ásamt fönguðum koltvísýringi jafnóðum yfir á fljótandi form. Afurðin nefnist þá rafmetanól (e-methanol) sem auðvelt er að geyma, flytja og nýta með margvíslegum hætti.

Sjá nánar í frétt á vef CRI og fréttatilkynningu fyrirtækisins.

MefCO2 illustration.png

300 milljóna aukaframlagi varið til orkuskipta

close-up photo of gree nleaf

Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

Gert er ráð fyrir að 300 milljónum verði varið til verkefna vegna orkuskipta.

  • Um tveir þriðju þess fjármagns eiga að stuðla að frekari rafvæðingu hafna (210 milljónir)
  • Ráðist verður í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu (10 milljónir)
  • Greindar verða hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga (20 milljónir)
  • Möguleikar til orkuskipta í þungaflutningum verða rannsakaðir (10 milljónir)
  • Eins verða styrkir veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins (50 milljónir)

Sjá nánar í frétt á ruv.is og vef Stjórnarráðsins. Græna orkan fagnar því að aukið fjármagn sé lagt til orkuskipta!

14 húsfélög fengu styrk fyr­ir hleðslu­stöðvar

Alls var um 19,5 millj­ón­um króna út­hlutað úr styrkt­ar­sjóði til fjór­tán hús­fé­laga í Reykja­vík á síðasta ári vegna upp­setn­ing­ar hleðslu­búnaðar fyr­ir raf­bíla á lóðum fjöleign­ar­húsa.

Um er að ræða sjóð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur sem liðka á fyr­ir stór­felldri upp­bygg­ingu innviða í borg­inni fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. Hvor aðili um sig legg­ur 20 millj­ón­ir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 millj­ón­ir króna.

Kynningarfundur Loftslagssjóðs 28. nóvember 2019

Kynningarfundur Loftslagssjóðs verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 28. nóvember kl. 12:00-13:00

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Á fundinum verða áherslur fyrir fyrstu úthlutun kynntar sem og umsóknarferli.

Dagskrá verður eftirfarandi:
– Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
– Áherslur stjórnar: Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar
– Handbók sjóðsins, umsóknarkerfi og faglegt matsferli: Ása Guðrún Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

Húsið opnar kl. 11:30 og boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fundinn. Skráning fer fram hér en einnig verður streymt frá fundinum. Sjá einnig á Facebook síðu viðburðar.

Úthlutun Orkusjóðs vegna hleðslustöðva við gististaði

Nýverið úthlutaði Orkusjóður styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Staðsetningar hleðslustöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti en nánar má lesa um úthlutunina á vefsíðu Orkustofnunar.