Tilnefningar ásamt rökstuðningi skal skila til ráðuneytisins fyrir 24. ágúst næstkomandi. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
Hádegisfyrirlestur: Vetni í samgöngum á Íslandi
Fyrirlestur um vetni í samgöngum á landi var haldinn í dag, 30. maí og var þetta fjórða erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Í þetta skiptið var umfjöllunarefnið vetni sem orkuberi í samgöngum. Margir muna eftir vetnisstöðinni sem starfrækt var við Grjótháls 2003-2012 en nú í júní mun Orkan opna þar nýja og öflugri vetnisstöð og aðra við Fitjar í Reykjanesbæ.
Dagskráin var þessi:
Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélaginsins: Þáttur Orkunnar í orkuskiptunum
Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi: Hyundai og vetnisbílar
Hörður Bjarnason, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi
Vel á fimmta tug gesta hlýddu á fyrirlestrana og báru upp fjölmargar spurningar til fyrirlesara. Glærur verða birtar hér von bráðar.
Rafbíladagur IÐUNNAR laugardaginn 26. maí
IÐAN fræðslusetur stendur fyrir opnum rafbíladegi laugardaginn 26.maí kl 10-16 í Vatnagörðum 20. Boðið verður upp á fróðlega fyrirlestra um rafbíla, hleðslustöðvar, nýsköpun og umhverfismál. Allir velkomnir!
Rafmagnsstrætóar í fulla notkun sumarið 2018
Fjórir rafmagnsstrætisvagnar af gerðinni Yutong af fjórtán eru komnir til landsins og hafa verið í reynsluakstri undanfarnar vikur. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segist búast við að vagnarnir verði komnir í fulla notkun á áætlunarleiðum seint í sumar.
Sjá nánar í frétt mbl.is.
Er kolefnisgjald tímaskekkja?
Hvatning til orkuskipta er góðra gjalda verð en hún verður að vera í takti við raunveruleikann. Orkuskipti fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, ýmsan iðnað og atvinnutæki er ekki raunhæfur kostur sem stendur. Rafvæðing almennra ökutækja er heldur ekki raunhæfur kostur í dag þar sem bæði tæknin og innviðauppbygging er of skammt á veg komin.
Ný stjórn Grænu orkunnar 2018-9
Nýir stjórnarmenn Grænu orkunnar, sem kosnir voru á aðalfundi félagsins 10. apríl síðastliðinn, tóku til starfa í dag. Það eru þau Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun, sem jafnframt verður formaður stjórnar, Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sigurður Ástgeirsson, Ísorku. Fyrir sitja Ásta Þorleifsdóttir, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Benedikt S. Benediktsson, Fjármála- og efnahagsráðuneyti, Erla Sigríður Gestsdóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Helga Barðadóttir, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Gunnar Páll Stefánsson, Mannviti.
Tillaga um takmörkun skipaumferðar um þrönga firði Noregs
Orku- og umhverfismálanefnd Noregs hefur ráðlagt Stórþinginu leyfa einungis umferð skipa sem gefa ekki frá sér CO2 útblástur um þrjá firði frá árinu 2026 til þess að stemma stigu við staðbundinni mengun. Stórþing Noregs hefur kallað eftir aðgerðaáætlun um hvernig megi draga úr mengun vegna stórra farþegaskipa og annarrar skipaumferðar á ferðamannastöðum en einnig til þess að innleiða tækni sem hefur lítinn eða engan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Kosið verður um tillögu þessa 3. maí.
Sjá nánar í frétt NCE Maritime CleanTech

Verður einkabíllinn brátt óþarfur?
Peter Sorgenfrei, framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins Autonomous Mobility, telur að ekki sé langt í að hefðbundnir einkabílar verði óþarfir í borgum, heldur munu borgarbúar hafa áskrift að deilibílum, líkt og Spotify og Netflix.
Þetta kemur fram í frétt á mbl.is. Nánar á heimasíðu Autonomous Mobility.

Loftslagsbreytingar snúast líka um heilsu
Í umræðu um loftslagsbreytingar og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda er gjarnan áhersla lögð á hnattrænu áhrifin og helst á hræðilegar loftslagsbreytingar tengdar loftslagi, hækkun yfirborðs sjávar og áhrif á vistkerfi. Oft á tíðum gleymist að horfa til staðbundinni áhrifa og nærtækari áhrifa á einstaklinga, svo sem andlát fyrir aldur fram vegna mengunar.
Í nýútkominni skýrslu frá MIT, er fjallað um niðurstöður rannsókna sem sýna að dragi Kínverjar verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eins og kveðið er á í stefnumótun stjórnvalda, má koma í veg fyrir 94.000 mengunartengd andlát og spara ríkiskassanum 339 milljarðar dollara.
Sjá nánar í umfjöllun Climate Action.

Samningur undirritaður um gerð aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum
Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok.
Sjá nánar í frétt frá Stjórnarráðinu.







