Ísland er annað mesta rafbílaland Evrópu á eftir Noregi. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem teknar hafa verið saman af European Alternative Fuels Observatory. Þar er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi, bæði hvað varðar hlutfall tvinnbíla (PEV) og hreinna rafbíla (BEV) á markaði.
Nordic EV Summit 7.-8. febrúar 2017
Bretar auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu
Bretar náðu á árinu 2016 nokkrum árangri í því að auka notkun endurnýjanlegra og lágkolefna orkugjafa í raforkuframleiðslu á kostnað jarðefnaeldsneytis. Á tímabilinu. frá júlí til september, var helmingur raforku landsins framleiddur með orku frá vindi, sól, viði eða kjarnorku. Á sama tímabili var hlutfall kola í framleiðslunni 3,5% miðað við 16,7% árið áður. Eru þessar breytingar liður í því að nálgast markmið um kolalaust Bretland árið 2025.
Sjá nánar í frétt Green Car Reports.
Vinningstillögur kynntar í Sjávarklasanum
Græna orkan vekur athygli á því að út janúar mánuð er hægt að fræðast um vinningstillögur í Hugmyndasamkeppni Íslenska sjávarklasans, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Íslenskrar NýOrku um vistvænt skip á sýningu í Sjávarklasanum við Grandagarð 16.
Styrkir til uppbyggingar rafinnviða á landsvísu kynntir
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti fyrir áramót 16 styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Til ráðstöfunar í verkefnið var 201 milljón, eða 67 milljónir króna á ári í þrjú ár.
Sjá nánar á ruv.is og á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Úthlutun Orkusjóðs til uppbyggingar rafinnviða kynnt
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21).
Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar.
Sjá nánar í tilkynningu ráðuneytisins hér.
Gleðilega hátíð!
Græna orkan óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar árið sem er að líða. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins 2017!
Orka úr saltpækli notuð í rafbíl
Frumkvöðlafyrirtækið Nanoflowcell tilkynnti nýverið að því hefði tekist að þróa aðferð til að nýta saltpækil sem aflgjafa fyrir rafbíla. Tæknin byggist á því að tvenns konar rafvökva, jónalausnum, er dælt í sitt hvorn tank í bíl Nanoflowcell, sem kallast Quarantino. Er vökvarnir blandast handan svokallaðrar flæðiskilju verður til raflausn er leysir frá sér raforku til að knýja bílinn. Fróðlegt verður að fylgjast með áframhaldandi prófun og þróun Quarantino bílsins.
Sjá nánar í frétt mbl.is.
París, Madríd, Aþena og Mexíkóborg banna dísilbíla fyrir árið 2025
Borgarstjórar Parísar, Madrídar, Aþenu og Mexíkóborgar tilkynntu nú fyrir skömmu eftir C40 ráðstefnu borgarstjóra um loftslagsmál að þeir hygðust banna akstur dísilbíla í miðborgum sínum. Fjöldi þeirra hefur farið vaxandi síðastliðin ár m.a. vegna þess að útblástur dísilbíla inniheldur hlutfallslega minna koldíoxíð en útblástur bensínbíla. Bruni dísils gefur hins vegar af sér köfnunarefnisdíoxíð og sót, sem valda mikilli mengun í stórborgum og geta stuðlað að öndunarfærasjúkdómum. Talsmaður Friends of the Earth, Jenny Bates, fagnar ákvörðuninni og telur hana vera mikilvægur liður í því að draga úr loftslagsáhrifum af manna völdum.
Sjá nánar hér í grein Climate Action.
Norðmenn framlengja gildistíma ívilnana fyrir rafbíla til 2020
Norðmenn hafa lengi stefnt að því að draga smátt og smátt úr ívilnunum og skattaafsláttum af rafbílum sem hafa gert Noreg að fjölmennasta rafbílasamfélagi heims. Nú hefur norska ríkið ákveðið að framlengja gildistíma skattaafsláttar af rafbílum til ársins 2020.