Rafvæðing stórvirkra vinnuvéla

Flestir tengja stórar vinnuvélar við mikinn hávaða og mengun en mikil þróun til hins betra hefur þó átt sér stað í gera þær sparneytnari, umhverfisvænni og hljóðlátari. Nú þegar eru á markaði rafdrifnar vélar, t.d. frá þýska framleiðandanum Liebherr.

Í frétt á mbl.is segir Kristófer S. Snæbjörnsson hjá Merkúr frá Liebherr vinnuvélum sem ganga fyrir rafmagni. Þær þurfa þó að vera í sambandi enn sem komið er þar til rafhlöðutækni leyfir meiri orkugeymslu.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.

Úr frétt á mbl.is

 

Japan veðjar á vetni – en Elon Musk á rafmagn

Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sínar. Einn stærsti stuðningsmaður rafbíla er einmitt Elon Musk, stofnandi Tesla Inc., sem lengi hefur talað hefur af fyrirlitningu um vetnisbíla og sagt þá dýra og ópraktíska, eins og frægt hefur orðið.

Sjá nánar í umfjöllum Bloomberg hér.

Mynd frá Toshipa Corp.

 

Ísland annað mesta rafbílaland Evrópu

Ísland er annað mesta raf­bíla­land Evr­ópu á eft­ir Nor­egi. Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um sem tekn­ar hafa verið sam­an af European Alternative Fuels Observatory. Þar er Ísland í öðru sæti á eftir Noregi, bæði hvað varðar hlutfall tvinnbíla (PEV) og hreinna rafbíla (BEV) á markaði.

Sjá nánar í frétt mbl.is og í fréttabréfi EAFO hér.

Nordic EV Summit 7.-8. febrúar 2017

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku í Nordic EV Summit 2017 sem fer fram í Drammen í Noregi 7.-8. febrúar næstkomandi. Þar verður meðal annars fjallað um rafbílavæðingu á Norðurlöndum hingað til og frekari þróun rafbíla til framtíðar.

Sjá dagskrá hér og skráningu hér.

Bretar auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í raforkuframleiðslu

Bretar náðu á árinu 2016 nokkrum árangri í því að auka notkun endurnýjanlegra og lágkolefna orkugjafa í raforkuframleiðslu á kostnað jarðefnaeldsneytis. Á tímabilinu. frá júlí til september, var helmingur raforku landsins framleiddur með orku frá vindi, sól, viði eða kjarnorku. Á sama tímabili var hlutfall kola í framleiðslunni 3,5% miðað við 16,7% árið áður. Eru þessar breytingar liður í því að nálgast markmið um kolalaust Bretland árið 2025.

Sjá nánar í frétt Green Car Reports.

Úthlutun Orkusjóðs til uppbyggingar rafinnviða kynnt

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21).

Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar.

Sjá nánar í tilkynningu ráðuneytisins hér.

Hleðslustöðvar 2016

Gleðilega hátíð!

Græna orkan óskar félögum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar árið sem er að líða. Við hlökkum til að takast á við verkefni ársins 2017!

Image result for environmental xmas