Skilafrestur umsagna um breytingu á byggingarreglugerð vegna hleðslu rafbíla rennur brátt út

Græna orkan vill minna á að frestur til að skila inn umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð rennur út næstkomandi föstudag, 18. ágúst. Breytingin kveður meðal annars á um að í nýbyggingum og við endurbyggingu skuli gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla.

Sjá nánar hér í frétt frá Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Stefna Svía um kolefnishlutleysi lögbundin

Nýlega var stefna Svía um að verða kolefnishlutlaus þjóð fyrir árið 2045 bundin í lög í sænska þinginu en lögin ganga í gildi um næstu áramót. Með þessum aðgerðum verða Svíar fyrsta þjóð heims til þess að styrkja markmið sín í loftslagsmálum síðan Parísar samningurinn var kynntur á síðari hluta ársins 2015.

Sjá nánar hér, á síðu Climate Action Programme.

 

Er tími jarðefnaeldsneytis liðinn undir lok?

Græna orkan mælir grein sem birtist nýlega í Financial Times (FT) undir yfirskriftinni The Big Green Bang: how renewable energy became unstoppable. Þar er fjallað um þá skoðun höfundar, að þróun grænna og endurnýjanlegra orkugjafa sé “óstöðvandi” og að framleiðendur og stuðningsmenn jarðefnaeldsneytis hafi tapað í baráttunni um orkugjafa framtíðarinnar.

Sjá umfjöllun á vef ThinkProgress hér en til að lesa sjálfa greinina, þarf áskrift að FT.

Umhverfismatsdagurinn 2017 – 7. júní

Dagskrá Umhverfismatsdagsins er að þessu sinni helguð nýjum áskorunum og aðferðum á sviði umhverfismats.
Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um ýmsar nýjar áskoranir sem tengjast mati á umhverfisáhrifum, svo sem út frá nýlegum dómum og úrskurðum, alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum, nýrri vistgerðarflokkun íslenskrar náttúru og lagaumgjörð mats á umhverfisáhrifum.
Í seinni hluta málþingsins munu síðan sérfræðingar sem koma að umhverfismati úr ólíkum áttum deila hugleiðingum um hvernig nýjar áskoranir og aðferðir birtast í þeirra störfum tengt náttúruvernd, samráði, línulögnum, vegagerð og fleira.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á vef Skipulagsstofnunar hér.

Facebook viðburð og frekari upplýsingar er að finna hér.

Hægt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um 70% fyrir 2050

Alþjóðasamtök um endurnýjanlega orku (IRENA) segja mögulegt að draga úr kolefnisútblæstri vegna raforkuframleiðslu um allt að 70% fyrir árið 2050 og stöðva útblástur fyrir árið 2070. Er þessi samdráttur nauðsynlegur til þess að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C í samanburði við gildi fyrir iðnvæðingu.

Sjá nánar í grein Green Car Reports hér.

Innviðir fyrir rafbíla á Íslandi – Hvað er í boði?

Græna orkan býður til kynningarfundar fimmtudaginn 9. mars klukkan 13 í Orkugarði, Grensásvegi 9. Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

13:00 Fundarstjóri býður gesti velkomna
13:10 Magnús Ninni, Íslenska Gámafélagið
Hleðslustöðvar
13:25 Óskar Davíð Gústavsson, Johan Rönning
Hleðslutæki fyrir rafbíla og rekstur þeirra
13:40 Ólafur Davíð Guðmundsson, Hlaða
Án hleðslu kemstu ekki neitt
13:55 Stefán Birnir Sverrisson, Leiðir Verkfræðistofa
Hleðslustöðvar fyrir rafbíla og tengd þjónusta
14:10 Þorvarður Kristjánsson, GSG ehf
Uppsetning og frágangur á rafhleðslustöðvum
14:25 Kaffihlé
14:50 Bjarni Már Júlíusson, Orka náttúrunnar
Hvað hefur orka náttúrunnar fram að færa í
orkuskiptum?
15:05 Sigurður Ástgeirsson, Ísorka
Ísorka
15:20 Umræður
16:00 Fundarslit

Fundarstjóri verður Jón Björn Skúlason, verkefnastjóri Grænu orkunnar. Sjá einnig hér á Facebook viðburði.

Rafvæðing stórvirkra vinnuvéla

Flestir tengja stórar vinnuvélar við mikinn hávaða og mengun en mikil þróun til hins betra hefur þó átt sér stað í gera þær sparneytnari, umhverfisvænni og hljóðlátari. Nú þegar eru á markaði rafdrifnar vélar, t.d. frá þýska framleiðandanum Liebherr.

Í frétt á mbl.is segir Kristófer S. Snæbjörnsson hjá Merkúr frá Liebherr vinnuvélum sem ganga fyrir rafmagni. Þær þurfa þó að vera í sambandi enn sem komið er þar til rafhlöðutækni leyfir meiri orkugeymslu.

Rafmagnið setur ákveðnar skorður en skapar líka möguleika.

Úr frétt á mbl.is

 

Japan veðjar á vetni – en Elon Musk á rafmagn

Eftir því sem óðum styttist í Ólympíuleikana í Tókýó 2020, styttist einnig í að Japan sýni heimsbyggðinni hvernig reka eigi samfélag á vetni. Toyota hefur verið leiðandi í þróun Japana á vetnistækni til notkunar í bifreiðar, á heimilum og í iðnaði á meðan flest önnur ríki hafa veðjað á rafmagn sem vistvænt eldsneyti, í það minnsta fyrir bifreiaðr sínar. Einn stærsti stuðningsmaður rafbíla er einmitt Elon Musk, stofnandi Tesla Inc., sem lengi hefur talað hefur af fyrirlitningu um vetnisbíla og sagt þá dýra og ópraktíska, eins og frægt hefur orðið.

Sjá nánar í umfjöllum Bloomberg hér.

Mynd frá Toshipa Corp.