Vistvænir bílar eru í stórsókn

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, segir vistvæna bíla vera í stórsókn og í dag bjóði Hekla upp á 40 mismunandi bíltegundir og út­færsl­ur í vist­væn­um flokki frá Volkswagen, Audi, Mitsu­bis­hi og Skoda.  Sala umboðsins á vist­væn­um bíl­um er 50% meiri í ár en í fyrra.

Sjá nánar í frétt úr bílablaði mbl.is.

Bill Gates kallar eftir kraftaverki í orkumálum

Bill Gates segir í nýlegu viðtali við The Atlantic að einkageirinn sé einfaldlega of eigingjarn til að þróa hreina og hagkvæma orkugjafa sem leyst gætu jarðefnaeldsneyti af hólmi. Í sama viðtali tilkynnti hann um 2 milljarða dollara framlag til málefnisins og skoraði á aðra til að gera slíkt hið sama, til þess að Bandaríkin mættu verða kolefnislaus árið 2050.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Vetnislest prófuð í Þýskalandi

Franski lestaíhlutaframleiðandinn Alstom hefur nú hafið prófanir á vetnisdrifinn lest sinni, Coradia iLint, en reiknað er með að hún verði tekin í notkun í desember 2017. Þá mun lestin, sem hefur um 500 km drægi og mun ganga á milli Buxtehude og Cuxhaven, ganga fyrir vetni sem er afgangsafurð frá efnaiðnaði á svæðinu.

Sjá nánar í frétt hér.

Alstom Coradia iLint hydrogen fuel-cell train

Ráðstefna Grænu orkunnar og Nordic Marina um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Græna orkan vill vekja athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem félagið stendur að í samstarfi við Nordic Marina, norrænt tengslanet um aukningu hluta vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi.

Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. október frá 8:30 til 17:00. Í lok hennar verða veitt verðlaun í hugmyndasamkeppninni um Vistvænni skip. Fjölmargir fyrirlesarar munu fjalla um norræn verkefni og rannsóknir er tengjast vistvænni orku í haftengdri starfsemi og má þar nefna fulltrúa Wärtsilä, Bellona, Statens Vegvesen í Noregi, Prototech, Háskólans í Reykjavík, Selfa og EFLU. Innifalið í 7000 króna ráðstefnugjaldi er kaffi, hádegismatur, móttaka í lok dags auk ferðar með rafdrifnu seglskútunni Opal.

Hér má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig til þátttöku:http://nordbio2016.yourhost.is/marina-4-october/

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Kornelíusdóttir í síma 863-6506 og í netfangi amk@newenergy.is.

 

 

Ívilnanir brýnn stuðningur við rafbílasölu

Í Danmörku hefur rafbílasala minnkað verulega síðan um áramót, en þá runnu úr skattalegar ívilnanir vegna rafbílakaupa úr gildi. Í desember 2015, á síðustu dögum ívilnana, seldust 1.588 rafbílar, en 68 í janúar 2016.

Þetta kemur fram í rannsókn zero2 á meðal 55 bílasala en rannsóknin varpaði einnig ljósi á mikinn þekkingarmun á rafbílum á meðal sölumanna rafbílasala.

Sjá nánar í frétt mbl.is, Gas2 og tölur yfir rafbílasölu hjá EV Obsession.