Nordic Energy Technology Perspectives 2016 kynning

Næstkomandi mánudag, 13. júní,  munu norrænir vísindamenn og Alþjóða orkumálastofnunin (IEA), kynna skýrslu um viðhorf til orkutækni og þróun orkumarkaðarins á Norðurlöndunum til ársins 2050.

Skýrslan, Viðhorf til orkutækni á Norðurlöndunum 2016 (Nordic Energy Technology Perspectives 2016) er norræn útgáfa af sambærilegri alþjóðlegri skýrslu.  Í skýrslunni kemur fram að í gegnum svæðisbundið samstarf geta Norðurlönd náð nánast kolefnishlutlausu orkukerfi árið 2050 og dregið úr kolefnisútblæstri í Evrópu með útflutningi á hreinni raforku.

Sjá nánar á síðu Orkustofnunar og NETP, dagskrá fundarins hér.

Skráning til þátttöku hér.

Kallað eftir umsóknum í Nordic Green Growth Research and Innovation Programme

Nordic Innovation, NordForsk og Nordic Energy Research kalla í sameiningu eftir styrkumsóknum í Nordic Green Growth Research and Innovation Programme. Styrkt verða verkefni sem heyra undir tveimur meginþemu:

  • Samfélagslegar breytingar sviðsmyndir framtíðar með áherslu á svæðisbundna sjálfbæra þróun
  • Hnattræn samkeppnishæfni, hvetjandi fjárfestingar og nýsköpun innan fyrirtækja í þróun grænna lausna á Norðurlöndum

Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2016 og hér má nálgast textann um kallið í heild sinni.

Team Spark afhjúpar nýjan kappakstursbíl

Team Spark afhjúpaði í vikunni nýjan kappakstursbíl sinn, TS16, sem liðið sendir til þátttöku í Formula Student. Þetta er sjötta skiptið sem liðið tekur þátt í keppninni og fimmti bíllinn sem gengur fyrir rafmagni. Græna orkan óskar liðsmönnum Team Spark hjartanlega til hamingju með þennan flotta bíl!

Hér má sjá myndband frá formlegri afhjúpun TS16.

TS16 afhjúpaður við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands Mynd: Team Spark

 

Rockefeller sjóður hættir fjáfestingum í olíuiðnaði

Talsmaður sjóðs sem Rockefeller fjölskyldan setti á fót um miðbik síðustu aldar hefur tilkynnt að sjóðurinn, The Rockefeller Family Fund, muni hætta fjárfestingum í iðnaði tengdum jarðefnaeldsneyti, þar á meðal í Exxon Mobil. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að erfitt sé fyrir fyrirtæki að réttlæta frekari leit að nýjum uppsprettum jarðefnaeldsneytis, að nú sé mikilvægt að láta þær birgðir sem til eru ósnertar og snúa sér að öðrum orkugjöfum. Þetta er býsna áhugaverð stefnubreyting í ljósi þess að upphafsmaður Rockefeller auðæfanna, John D. Rockefeller, stofnaði Standard Oil, forvera Exxon Mobil, og auðgaðist gríðarlega á olíuvinnslu og -sölu.

Sjá nánar í frétt Guardian og tilkynningu sjóðsins.

Opið fyrir tilnefningar til verðlauna fyrir verkefni tengd sjálfbærri orku

Opið er fyrir tilnefningar til svokallaðra EU Sustainable Energy Awards sem heiðra framúrskarandi nýsköpunarverkefni á sviði orkusparnaðar og endurnýjanlegara orkugjafa. Á ári hverju er haldin vika sjálfbærrar orku innan Evrópusambandsing. Að þessu sinni verður hún haldin 13.-17. júní og eru verðlaunin tengd henni.

Sjá nánar um EU Sustainable Energy Week og verðlaunin með því að smella á hlekkina.

Home

Umsóknarfrestur um styrk frá NORA er til 7. mars

Græna orkan vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur um styrk frá NORA, Norræna Atlantssamstarfinu, er til 7. mars næstkomandi.  Styrkir eru veittir vegna verkefna sem unnin eru af fulltrúum frá að minnsta kosti tveimur af fjórum NORA löndum (Grænlandi, Íslandi, Strandhéruðum Noregs og Færeyjum) og heyra undir eitthvert áherslusviða þess 2012-2016:

  • efling sjávarútvegs og auðlinda hafsins
  • stuðningur við nýsköpun og fjölþjóðlegra tengslaneta um nýsköpun
  • stytting vegalengda innan NORA svæðis: innviðir,  upplýsinga- og samskiptatækni
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér.

Norðursigling tilnefnd til nýsköpunarverðlauna WTTC

Norðursigling á Húsavík hefur nú verið tilnefnd til WTTC Tourism of Tomorrow verðlauna. Fyrir rafmagnsskútuna Opal, er Norðursigling tilnefnd fyrir að vera fyrsta fyrirtæki heims til að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir. Þróun Opals sem umhverfisvæns báts fór fram með Rensea verkefni sem fjármagnað var af Nordic Innovation og var samstarfsverkefni Norðursiglingar og Bellona, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskrar NýOrku, Naust Marine, Lakeside Excursions, Wave Propulsion, Caterpillar og Clean eMarine.

Sjá nánar í frétt Nordic Innovation og Norðursiglingar.

Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Næstkomandi miðvikudag, 2. desember, verður haldin kynning á samstarfsáætlunum Evrópusambandsins um umhverfi, lofstlagsmál og auðlindir. Attilo Gambardella, verkefnisstjóri frá aðalskrifstofu áætlunarinnar í Brussel, mun kynna áætlunina. Kynningin verður haldin frá 14-16 í fundarsal á 6. hæð í Borgartúni 30. Aðgangur er ókeypis en áhugasamir eru beðnir að skrá sig til þátttöku fyrir 1. desember hér.

H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum en sjóður styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til þróunar og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og ekki síður sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi. Úthlutað er tvisvar á ári og tekið er á móti umsóknum um styrki úr sjóðnum til 10. október 2015.

Sjá nánar hér og umsókn er að finna hér.