14 húsfélög fengu styrk fyr­ir hleðslu­stöðvar

Alls var um 19,5 millj­ón­um króna út­hlutað úr styrkt­ar­sjóði til fjór­tán hús­fé­laga í Reykja­vík á síðasta ári vegna upp­setn­ing­ar hleðslu­búnaðar fyr­ir raf­bíla á lóðum fjöleign­ar­húsa.

Um er að ræða sjóð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur sem liðka á fyr­ir stór­felldri upp­bygg­ingu innviða í borg­inni fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. Hvor aðili um sig legg­ur 20 millj­ón­ir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 millj­ón­ir króna.

Kynningarfundur Loftslagssjóðs 28. nóvember 2019

Kynningarfundur Loftslagssjóðs verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 28. nóvember kl. 12:00-13:00

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Á fundinum verða áherslur fyrir fyrstu úthlutun kynntar sem og umsóknarferli.

Dagskrá verður eftirfarandi:
– Ávarp: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
– Áherslur stjórnar: Hildur Knútsdóttir, formaður stjórnar
– Handbók sjóðsins, umsóknarkerfi og faglegt matsferli: Ása Guðrún Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís

Húsið opnar kl. 11:30 og boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir fundinn. Skráning fer fram hér en einnig verður streymt frá fundinum. Sjá einnig á Facebook síðu viðburðar.

Úthlutun Orkusjóðs vegna hleðslustöðva við gististaði

Nýverið úthlutaði Orkusjóður styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Staðsetningar hleðslustöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti en nánar má lesa um úthlutunina á vefsíðu Orkustofnunar.

Kolefnisspor rafbíla 4-4,5x minna en fyrir bíla sem nota jarðefnaeldsneyti

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi ...
Í morgun kynnti Orka náttúrunnar niðurstöður innlendrar rannsóknar á kolefnisspori rafbíla við íslenskar aðstæður. Meðal helstu atriða skýrslunnar er að heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Græna orkan fagnar þessu framtaki – skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um orkuskipti og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum!
Sjá nánar um skýrsluna á vefsíðu ON og í umfjöllun á mbl.is.

Hádegisfyrirlestur 15. mars um lífeldsneyti

No photo description available.

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00.

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Fleiri erindi um lífeldsneyti verða staðfest á næstu dögum.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.

Verkefni um rafdrifna ferju í Noregi styrkt af Horizon 2020

Nýverið var tilkynnt að NCE Maritime CleanTech í Noregi hefði hlotið 11,5 milljón evra styrk úr Horizon 2020 prógrammi Evrópusambandsins til að þróa rafdrifna ferju sem ganga mun á milli Stavanger og Hommersåk.

Við hjá Grænu orkunni hlökkum til að fylgjast með verkefninu á næstu árum. Sjá nánar í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Úthlutun Orkusjóðs til uppbyggingar rafinnviða kynnt

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur staðfest tillögur ráðgjafanefndar Orkusjóðs um veitingu styrkja til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21).

Samkvæmt tillögum ráðgjafarnefndar Orkusjóðs hljóta 16 verkefni styrk, samtals að fjárhæð 201 m.kr. Með þessum verkefnum verður hægt á næstu tveimur árum að byggja upp heildstætt net hleðslustöðva fyrir flesta landsmenn og þannig stigið stórt skref í rafbílavæðingu Íslands. Er þar bæði um hraðhleðslustöðvar og hefðbundnar hleðslustöðvar að ræða, samtals 42 hraðhleðslustöðvar og 63 hefðbundnar stöðvar.

Sjá nánar í tilkynningu ráðuneytisins hér.

Hleðslustöðvar 2016