Loftslagsbreytingar snúast líka um heilsu

Í umræðu um loftslagsbreytingar og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda er gjarnan áhersla lögð á hnattrænu áhrifin og helst á hræðilegar loftslagsbreytingar tengdar loftslagi, hækkun yfirborðs sjávar og áhrif á vistkerfi. Oft á tíðum gleymist að horfa til staðbundinni áhrifa og nærtækari áhrifa á einstaklinga, svo sem andlát fyrir aldur fram vegna mengunar.

Í nýútkominni skýrslu frá MIT, er fjallað um niðurstöður rannsókna sem sýna að dragi Kínverjar verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda eins og kveðið er á í stefnumótun stjórnvalda, má koma í veg fyrir 94.000 mengunartengd andlát og spara ríkiskassanum 339 milljarðar dollara.

Sjá nánar í umfjöllun Climate Action.

 

 

Samningur undirritaður um gerð aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum

Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok.

Sjá nánar í frétt frá Stjórnarráðinu.

Málstofa og aðalfundur Grænu orkunnar 10. apríl

Í liðinni viku stóð Græna orkan að málstofu í samvinnu við Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins. Hún var vel sótt og í lok framsöguerinda spunnust líflegar umræður og fyrirlesarar svöruðu fjölmörgum spurningum gesta af einurð og samviskusemi. Fundinum var streymt á þessari vefslóð og sjá má afrit af glærum fyrirlesara á síðu Grænu orkunnar hér.

Í beinu framhaldi af málstofunni var aðalfundur Grænu orkunnar – Samstarfsvettvangs um orkuskipti haldinn. Hér má lesa skýrslu stjórnar og skoða ársreikning félagsins. Á fundinum voru kosin í aðalstjórn

Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun, til 2 ára

Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, til 1 árs

Sigurður Ástgeirsson, Ísorku, til 2 ára

Einnig voru Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Hafinu og Skúli K. Skúlason, Bílgreinasambandinu sjálfkjörin í varastjórn. Við hjá Grænu orkunni þökkum stjórn síðastliðins árs fyrir farsælt samstarf og hlökkum til samvinnu með nýrri stjórn.

Alþjóðleg vetnisráðstefna í Þrándheimi 14.-15. maí

This 2-day International Hydrogen and Fuel Cell conference to be held in Trondheim,  Norway will focus on discussions around the establishment and support of hydrogen energy supply chains.

During the conference we will highlight experiences, opportunities, threats and bottlenecks in the area of Hydrogen and Fuel Cell Technologies over a series of invited talks and scientific presentations.

Confirmed speakers:
– Dr Bart Biebuyck – FCH2 JU, European Union, Brussels, Belgium

– Dr Dimitrios Papageorgopoulos – US Department of Energy, USA
– Shanna D. Knights – Ballard Power Systems, Canada

– Prof. Henry Liu – Foshan University/Guangdong SinoSynergy Hydrogen Power Technologies Co. Ltd, China

– Prof. Gregory Jerkiewicz – Queen´s University, Canada
– Dr Kerry-Ann Adamson –  4th Energy Wave, UK
– Prof. Vladimir Molkov – HySAFER, University of Ulster, UK

Other speakers:
Everett B. Anderson, Proton OnSite, USA
Dr Dmitri Bessarabov, HySA Infrastructure/NWU, South Africa
– Dr David Hodgson, PV3 Technologies, UK
– Dr Hans Aage Hjuler, DPS, Denmark
– Dr Adamo Screnci, Thyssenkrupp, Germany
– Prof. Jon Pharoah, Queen’s University, Canada
– Ole Svendgård, Fornybarklyngen (Renewable Energy Cluster), Norway
– Dr Jon Eriksen, Hystorsys, Norway
– Thomas Bjørdal, NVES (G-PaTRA), Norway
– Dr Øystein Ulleberg, IFE, Norway
– Dr Kristian M. Lien, NTNU, Norway
– Bernhard Kvaal, TrønderEnergi, Norway
– Roger Sæther, ASKO, Norway
– Tomas Tronstad, HYON, Norway
– Hans-Christian Koch-Wintervoll, DNV GL AS, Norway
– Prof Odne S. Burheim, NTNU, Norway

Organising Committee:
– Bruno G. Pollet, NTNU
– Kristian Vik, Norwegian Hydrogen Forum
– Anders Ødegård, SINTEF
– Odne Burheim, NTNU
– Fredrik Haugland, NTNU
– Ask Isben Lindal, NTNU

Scientific Committee:
– Magnus Thomassen, SINTEF
– Federico Zenith, SINTEF
– Frode Seland, NTNU
– Kristian M. Lien, NTNU
– Svein Sunde, NTNU
– Øystein Ulleberg, IFE
– Volodymyr Yartys, IFE/NTNU
– Truls Norby, University of Oslo
– Jens Oluf Jensen, DTU
– Hans Aage Hjuler, DPS
– Björn Wickman, Chalmers

Call for abstracts – deadline extended to April 16th
You are invited to submit an abstract to the conference. The deadline for submission for both presentations and posters is April 16th 2018 (h2fc2018@ntnu.no).

For more information and abstract template: http://www.sintef.no/h2fc-2018
Contact and questions: h2fc2018@ntnu.no

Registration: https://www.deltager.no/h2fc-2018
Location: Norwegian University of Science and Technology (NTNU), Kalvskinnet: Amphitheatre

Address: Sverres Gate 12, Trondheim 7012, view in map

Málstofa Grænu orkunnar og Hafsins 10. apríl

Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins og Græna orkan standa í sameiningu að málstofu sem ber yfirskriftina Næstu skref í orkuskiptum í haf- og ferðatengdri starfsemi.

Markmið hennar er að fá fram sjónarmiði lykilatvinnugreina á Íslandi um mögulegar aðgerðir til að hraða orkuskiptum í greinunum. Framsöguerindi verða:

Gunnar Valur Sveinsson – Samtökum ferðaþjónustunnar

Svavar Svavarsson – HB Granda

Páll Erland – Samorku

Jón Bernódusson – Samgöngustofu

Aðgangur að málstofunni er ókeypis og hún er opin öllum. Viðburðinum verður streymt í rauntíma hér. Sjá nánar á Facebook viðburði.

Málþing um Árósasamninginn 5. apríl

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir málþingi í vikunni um Árósasamninginn og reynsluna af honum þau sjö ár sem samningurinn hefur verið í gildi hér á landi.
Árósasamningurinn var fullgiltur á Íslandi 2011 en samningurinn leggur skyldur á aðildarríkin að tryggja almenningi aðgengi að upplýsingum um umhverfismál, að geta haft áhrif á ákvarðanatöku sem snertir umhverfið og geta borið ákvarðanir er snerta umhverfið undir óháða úrskurðaraðila.
Merki Árósasamningsins - mynd

Ísland verði í farabroddi í orkuskiptum

Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, fjallaði á dögunum í leiðara um rafvæðingu bílaflotans. Hún sagði meðal annars:

Orkuskipti eru sömuleiðis veigamikill hluti af Parísarsamkomulaginu sem íslensk stjórnvöld hafa undirgengist. Íslendingar eiga ekki að láta sér nægja lágmarkskröfur í þeim efnum, heldur eiga að vera í fararbroddi.

Sjá nánar hér.