Það er afar mikilvægt að rafbílaeigendur fari rétt að við hleðslu bifreiða sinna og samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og Mannvirkjastofnuna. Vert er að minna á það nú þegar tveir rafbílar brunnu til kaldra kola við Kjalarvog í vikunni vegna rangrar hleðsluaðferðar. Í tilefni af þessu sendi BL frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.
Hér má finna leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun um hleðslu rafbíla og raflagnir.