Mikilvægt að hlaða rafbíl rétt

Það er afar mikilvægt að rafbílaeigendur fari rétt að við hleðslu bifreiða sinna og samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og Mannvirkjastofnuna. Vert er að minna á það nú þegar tveir rafbílar brunnu til kaldra kola við Kjalarvog í vikunni vegna rangrar hleðsluaðferðar. Í tilefni af þessu sendi BL frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.

Hér má finna leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun um hleðslu rafbíla og raflagnir.

Spá Danski Energi um endurnýjanlega orkugjafa 2019

Related image

Samtök danskra orkufyrirtækja  kynntu nýverið árlega spá sína um þróun endurnýjanlegra orkugjafa. Nokkur lykilatriða skýrslunnar eru eftirfarandi:

  1. Rafvæðing mun skipa veigamikinn sess í samdrætt í notkun jarðefnaeldsneytis í orkukerfinu.
  2. Forsendur umfangsmikilla orkuskipta felast meðal annars í stórfelldri verðlækkun á vindtúrbínum og sólarrafhlöðum, áframhaldandi nýsköpun ásamt fráhvarfi frá kolanýtingu.
  3. Hátt kolefnisverð er grundvallarforsenda framboðs á nægu grænu grænu rafmagni.

Sjá nánar í umfjöllun State of Green og hér má finna skýrsluna sjálfa (á dönsku).

 

Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.

Vetn­is­stöð sett upp við Hell­is­heiðar­virkj­un

Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefja tilraunaframleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun. Upp­setn­ing rafgreinis til vetnisframleiðslu er liður í evr­ópska verk­efninu Hydrogen Mobility Europe sem Orka nátt­úr­unn­ar tek­ur þátt í með tveim­ur öðrum ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um; Ork­unni og Íslenskri NýOrku. Ork­an opnaði tvær af­greiðslu­stöðvar fyr­ir vetn­is­bif­reiðar í júní síðastliðnum en þaðan verður selt inn­flutt vetni þar til hægt verður að af­greiða vetni framleitt á Hellisheiði á bíla í október mánuði.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Samningur undirritaður um gerð aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum

Mótun markvissrar aðgerðaáætlunar um orkuskipti í íslenskum höfnum með uppbyggingu rafinnviða fyrir skip og annarrar haftengdrar starfsemi eru kjarninn í samningi sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra undirritaði í liðinni viku við Íslenska Nýorku og Hafið-Öndvegissetur. Niðurstöðum verður skilað fyrir árslok.

Sjá nánar í frétt frá Stjórnarráðinu.

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma

Raf­bíla­eig­end­ur hlaða flest­ir bíla sína á mesta álags­tíma raf­orku­kerf­is­ins. Sé raf­orku­álag­inu hins veg­ar stýrt get­ur Orku­veit­an vel annað 50.000 raf­bíl­um. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í loka­verk­efni Kristjáns E. Eyj­ólfs­son­ar til BS-gráðu í raf­magns­tækni­fræði frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Sjá nánar í frétt á mbl.is.

 

Verð á raforku frá vindorku í landi orðið jafnt

Í nýútkominn skýrslu IRENA (Alþjóðastofnun um endurnýjanlega orkugjafa) Renewable Power Generation Costs 2017 kemur fram að orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum hafi haldið áfram að falla á árinu 2017. Enn fremur segir í skýrslunni að verð á raforku frá vindorku í landi hafi lækkað um 18% á árunum 2010 til 2017 og sé nú um USD 0.04/kWh, sem er mjög samkeppnishæft.

Sjá nánar í útdrætti og skýrslunni í heild.

Image result for vindorka