Skipulagsstofnun stendur fyrir árlegum Umhverfismatsdegi sínum 9. júní næstkomandi á Nauthóli. Sjá nánar um dagskrá og skráningu hér.

Skipulagsstofnun stendur fyrir árlegum Umhverfismatsdegi sínum 9. júní næstkomandi á Nauthóli. Sjá nánar um dagskrá og skráningu hér.

Af öllum ríkjum Evrópu, hefur Ísland hæsta hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa, með 71%. Þetta kemur fram í framvinduskýrslu (Progress report) um endurnýjanlega orkugjafa á Íslandi sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Orkustofnun hafa tekið saman.
Sjá nánar hér.
Stjórn Grænu orkunnar boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 25. maí næstkomandi klukkan 16. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9.
Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfund og er einungis eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða –stofnun. Félagsmenn teljast þeir sem greiða aðildargjald og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt en aðildargjöld skulu greiðast fyrir 23. maí.
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Á síðasta aðalfundi, sem jafnframt var fyrsti aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, voru fjórir einstaklingar kosnir í stjórn til tveggja ára. Ekki verður því kosið í stjórn að þessu sinni.
Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, skulu hafa borist til amk@newenergy.is a.m.k. 7 dögum fyrir aðalfund.
Að loknum hefðbundnum fundarstörfum mun Ágústa Loftsdóttir, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun í eldsneytismálum og vistvænni orku, fara yfir helstu atriði nýrrar eldsneytisspár Orkuspárnefndar.
Í Hollandi hefur hópur þingmanna verkamannaflokksins PvdA lagt fram ályktun í neðri deild þingsins í Haag sem felur í sér þá stefnu að leyfa einungis sölu hreinorkubíla í landinu frá og með árinu 2025. Í þennan flokk falla bílar sem ekki gefa frá sér neinar gróðurhúsalofttegundir eða aðra mengun, rafbílar og vetnisbílar. Tillagan er umdeild enda ekki ljóst hvernig innviðir skulu styrktir til að mæta þörfum svo margra rafbíla en í henni er einnig kveðið á um að fjárfest skuli í sjálfakandi bílum í þeim tilgangi að draga úr umferðarteppum í landinu.
Þess má geta að í París í desember fyrra settu 8 ríki í Bandaríkjum Norður Ameríku og 5 fullvalda ríki á stofn Alþjóðabandalag um hreinorkubíla (e. International Zero-Emission Vehicle Alliance) hvers stefna er að hraða rafbílavæðingu þannig að allir nýir bílar verði hreinorkubílar árið 2050.
Sjá nánar í frétt mbl.is og Inside EVs.
Löngu er orðið ljóst að ívilnanir í Noregi fyrir vistvæna bíla hafa skilað árangri. Þar eru bifreiðar af þessu tagi undanþegar söluskatti, virðisaukaskatti og skráningargjöldum. Þar að auki greiða eigendur þeirra ekki fyrir bílastæði, ferjuferðir eða vega-, brúar- og gangnatolla. Nú í mars síðastliðnum voru tveir af hverjum þremur seldum nýjum bifreiðum í Noregi ýmist hreinir rafbílar eða tvinnbílar. Ívilnanir þessar eru liður í áætlun Norðmanna um að gera samgöngur á landi kolefnislausar fyrir árið 2025 og draga úr CO2 losun um 40% miðað við árið 1990. Margar þjóðir mættu taka þá sér til fyrirmyndar í stefnumyndum um orkuskipti í samgöngum.
Nordic Innovation, NordForsk og Nordic Energy Research kalla í sameiningu eftir styrkumsóknum í Nordic Green Growth Research and Innovation Programme. Styrkt verða verkefni sem heyra undir tveimur meginþemu:
Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2016 og hér má nálgast textann um kallið í heild sinni.
11.-12. maí næstkomandi verður í Helsinki haldinn síðari hluti ráðstefnunnar Nordic Electric Bus Initiatives en fyrri hluti hennar fór fram í september 2015. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar verða hvers kyns rafmagnsfarartæki til fólksflutninga, þar á meðal strætisvagnar og höfðar helst til opinberra starfsmanna á vegum sveitarfélaga, hafna og samgöngustofnana auk þeirra sem koma að framleiðslu faratækja og íhluta þeirra.
Sjá nánar um ráðstefnuna hér. Tekið er við skráningum hér til 30. apríl.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar hefur lagt til að frá áramótum muni einungis bifreiðar sem ganga fyrir rafmagni að öllu leyti eða að hluta, metan- og vetnisbifreiðar fá gjaldfrjáls stæði. Borgin vill með þessu hvetja til orkuskipta í samgöngum.
Team Spark afhjúpaði í vikunni nýjan kappakstursbíl sinn, TS16, sem liðið sendir til þátttöku í Formula Student. Þetta er sjötta skiptið sem liðið tekur þátt í keppninni og fimmti bíllinn sem gengur fyrir rafmagni. Græna orkan óskar liðsmönnum Team Spark hjartanlega til hamingju með þennan flotta bíl!
Hér má sjá myndband frá formlegri afhjúpun TS16.
Í fjárhagsáætlun New York fylkis fyrir fjárhagsárið 2016-7 er í fyrsta skiptið gert ráð fyrir ívilnunum vegna kaupa á rafbílum. Í boði er endurgreiðsla sem nemur allt að $2000 vegna kaupa á tvinnbílum og hreinorkubílum. Hingað til hefur ríkisstjórn fylkisins hvatt til uppbyggingar rafbílainnviða fyrir almenning en það hefur skilað litlum árangri. New York fylgir í kjölfar nágrannafylkjanna Connecticut, Delaware, Rhode Island og Massachusetts sem hafa ívilnað rafbílum um tíma.
Sjá nánar hér.