Útblástur á líftíma rafbíla er lægri en hefðbundinna bíla

Allar götur síðan rafbílar komu á markað hefur verið deilt um hvort útblástur og mengun í loft, láð og lög vegna framleiðslu þeirra sé slíkur að hann ógildi kolefnissparnað þess að keyra á rafmagni í stað jarðefnaeldsneytis. Rétt er að útstreymi vegna framleiðsluferlisins er hærra fyrir rafbíla en hefðbundna bensín og dísilbíla en þegar á heildina er litið, líftíma þeirra, hafa rafbíla vinninginn. Rannsókn sem Union of Concerned Scientists vann og kom út í nóvember síðastliðnum staðfestir þetta, og niðurstöður fjölmargra annarra rannsókna sem kannað hafa sama viðfangsefni.

Útstreymi vegna framleiðslu Nissan Leaf var 15% hærra en fyrir framleiðslu bensínbíls af sömu stærð en 51% lægra á líftíma bílanna, miðað við að þeir væru keyrðir um 288.000 km.

Sjá nánar um niðurstöðurnar hér og skýrslu um rannsóknina sjálfa hér.

Image result for emissions

Umsóknarfrestur um styrk frá NORA er til 7. mars

Græna orkan vill vekja athygli á því að umsóknarfrestur um styrk frá NORA, Norræna Atlantssamstarfinu, er til 7. mars næstkomandi.  Styrkir eru veittir vegna verkefna sem unnin eru af fulltrúum frá að minnsta kosti tveimur af fjórum NORA löndum (Grænlandi, Íslandi, Strandhéruðum Noregs og Færeyjum) og heyra undir eitthvert áherslusviða þess 2012-2016:

  • efling sjávarútvegs og auðlinda hafsins
  • stuðningur við nýsköpun og fjölþjóðlegra tengslaneta um nýsköpun
  • stytting vegalengda innan NORA svæðis: innviðir,  upplýsinga- og samskiptatækni
Nánari upplýsingar um umsóknarferlið er að finna hér.

Nýjungar hjá Audi

Audi kynnti margar spennandi nýjungar á hinni árlegu bílasýningu í Detroit í janúar. Framleiðandinn mun á næstu árum meðal annars bjóða upp á bíla með öðrum aflgjöfum en jarðefnaeldsneyti, t.d. vetnisbílinn Audi h-tron quattro concept og tengiltvinnbílinn Audi Q7 .

Sjá nánar í frétt mbl.is hér.

Floti bandaríska sjóhersins notar 10% lífdísil

Bandríski sjóherinn heldur ótrautt áfram með áætlanir um að nota blöndu dísil og lífdísils á flota sinn, þrátt fyrir lágt olíuverð undanfarið. Sjóherinn fékk fyrir þremur árum styrk til þess að byggja þrjár hreinsunarstöðvar sem sjá áttu flotanum fyrir lífdísil en síðan þá hefur olíuverð fallið um 70% og gagnrýnisraddir orðnar háværar. Herinn lætur sig það engu skipta og segir ákvörðunina ekki einungis hafa verið tekna út frá umhverfisverndarsjónarmiðum heldur einnig hafi verið horft til þess að eldsneytissparnaður fækki ferðum í hafnir til áfyllingar og auki um leið orkusjálfstæði sitt.

Sjá nánar hér.

USS Princeton refuels with biofuel in 2012 [Image: U.S. Navy via Flickr]

Mynd: Herskipið USS Princeton fær lífdísiláfyllingu (US Navy á Flickr)

Rafstrætisvagnar í Chicago

Eftir að hafa reynsluekið tveimur strætisvögnum í heilt ár á götum borgarinnar, hafa samgönguyfirvöld í Chicago tekið ákvörðun um að fjárfesta í strætisvögnum sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Borgin mun festa kaup á 20-30 vögnum á næstu árum og endurnýja flota sinn smátt og smátt. Strætisvagnarnir eru framleiddir af New Flyer Industries, og keyra á 300 kWh liþíum rafhlöðu og hafa 80 mílna (~130 km)  drægi.

Sjá nánar hér.

Norðursigling tilnefnd til nýsköpunarverðlauna WTTC

Norðursigling á Húsavík hefur nú verið tilnefnd til WTTC Tourism of Tomorrow verðlauna. Fyrir rafmagnsskútuna Opal, er Norðursigling tilnefnd fyrir að vera fyrsta fyrirtæki heims til að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir. Þróun Opals sem umhverfisvæns báts fór fram með Rensea verkefni sem fjármagnað var af Nordic Innovation og var samstarfsverkefni Norðursiglingar og Bellona, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskrar NýOrku, Naust Marine, Lakeside Excursions, Wave Propulsion, Caterpillar og Clean eMarine.

Sjá nánar í frétt Nordic Innovation og Norðursiglingar.

Hlutfall vistvænna bíla í Noregi aldrei hærra

Markaðshlutdeild vistvænna bíla er hvergi hærri en í Noregi og voru þeir 17,1% (tæplega 26.000 talsins) nýskráðra bíla árið 2015. Söluhæstu tegundirnar voru VW Golf, Tesla model S, Nissan Leaf, BMW i3 og Renault Zoe en Norðmenn hafa náð gríðarlegum árangri í rafbílavæðingu bílaflota almennings undanfarin ár með veitingu hagrænna hvata á borð við niðurfellingu virðisaukaskatts og innflutningstolla, bílastæðagjalds og fleira.

Sjá nánar í frétt mbl.is.