Vefviðburður 9. júní: Rafvæðing hafna á Íslandi

May be an image of body of water

Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.

Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

Glærur Kjartans má nálgast hér:

320 milljónir til orkuskipta á árinu 2021

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum,
💡 annars vegar til orkuskipta
🔌 og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva
Græna orkan fagnar þessu framtaki mjög – sjá auglýsingu Orkusjóðs hér fyrir neðan og nánar í meðfylgjandi hlekk.

5 febrúar: Kynningarfundur verkefnis um hleðsluinnviði fyrir rafbíla

Í hádeginu föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Dagskráin verður á þessa leið:

12:05 Bakgrunnur verkefnis
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku

12:10 Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll
Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu

12:40 Heildarniðurstöður verkefnis
Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku

12:55 Umræður og spurningar

13:15 Fundi slitið

Nánar um viðburðinn á Facebook.

Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.

Bílaleigum veittur afsláttur af vörugjöldum

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar hefur lagt til að bíla­leig­um verði veitt­ur af­slátt­ur af vöru­gjöld­um bíla árin 2021 og 2022. 📆
Afslátturinn verður háð þeim skil­yrðum að til­tekið hlutall ný­skráðra bíla hjá fyr­ir­tæki, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vist­væn­ir, þ.e. raf­magns-, vetn­is- eða ten­gilt­vinn­bíl­ar. 🚗
Þetta er mikilvægur liður í því að gera bílaleigum betur kleift að kaupa inn vistvæna bíla, en þær eru afar mikilvægur þátttakandi á eftirmarkaði með ökutæki hér á landi. 💡

Rafhjólamenning vefviðburður 25. ágúst

Image may contain: bicycle and outdoor

Mynd frá Hjólavef Reykjavíkurborgar: http://hjolaborgin.is/markmid/?goto=2#8

Græna orkan, Grænni byggð, Hjólafærni, Orkustofnun og Stjórnvísi bjóða til veffyrirlestra undir yfirskriftinni Rafhjólavæðingin í hádeginu þriðjudaginn 25. ágúst. Vegna samkomutakmarkana hefur verið ákveðið að hafa fundinn eingöngu á Zoom. Hlekkur mun verða birtur hér og á Facebook viðburði þegar nær dregur. Dagskráin verður eftirfarandi:

Reynslan hjá Reykjavíkurborg
Kristinn Eysteinsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

Rafhjólareynslan hjá Norðurorku
Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri hjá Norðurorku

Örflæði: Lítill mótor fyrir stuttar ferðir
Jökull Sólberg Auðunsson, stofnandi Planitor

Aðstaða við verslunar- og þjónustukjarna
Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri hjá Reginn fasteignafélagi

Reynsla Landsspítalans
Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala

Rafhjól: Þjónn á þeytingi
Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni

Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.

Hér má sjá upptöku frá viðburðinum:

Umræða um endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum

Methane-eating bacteria might spark a revolution in green fuel ...

Þann 26. júní síðastliðinn birtist pistill í Morgunblaðinu eftir Sigríði Á Andersen þar sem hún fjallar um rafbílavæðinguna og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Í dag birti sérfræðingur hjá Orkustofnun, Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, grein í Morgunblaðinu einnig, þar sem hann áréttar meðal annars, hvert framlag rafbíla er til markmiða Íslands um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

300 milljóna aukaframlagi varið til orkuskipta

close-up photo of gree nleaf

Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

Gert er ráð fyrir að 300 milljónum verði varið til verkefna vegna orkuskipta.

  • Um tveir þriðju þess fjármagns eiga að stuðla að frekari rafvæðingu hafna (210 milljónir)
  • Ráðist verður í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu (10 milljónir)
  • Greindar verða hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga (20 milljónir)
  • Möguleikar til orkuskipta í þungaflutningum verða rannsakaðir (10 milljónir)
  • Eins verða styrkir veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins (50 milljónir)

Sjá nánar í frétt á ruv.is og vef Stjórnarráðsins. Græna orkan fagnar því að aukið fjármagn sé lagt til orkuskipta!

200 milljónir til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.

Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætlað er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar

Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Loks verður 30 milljónum króna varið í styrki fyrir hleðslustöðvar við gististaði og veitingastaði.

Ákvörðun ráðherranna byggir á tillögum starfshóps sem ráðherrarnir skipuðu síðastliðið haust. Starfshópurinn leitaði samstarfs við Grænu orkuna- samstarfsvettvang um orkuskipti, til að byggja á bestu mögulegu upplýsingum um hvaða nýir innviðir geti best hraðað orkuskiptum, hvort sem þeir eru á landi eða í haftengdri starfsemi. Tillögurnar byggja að miklu leyti á framlagi úr þeirri hugmyndavinnu sem stór hópur úr atvinnulífinu kom að.

Frétt Stjórnarráðsins í heild sinni má lesa hér.

Hér má finna skýrslu Grænu orkunnar og skýrslu starfshóps ráðuneyta er að finna hér.