Parísarborg býður ívilnanir vegna kaupa á nýorkubílum

Paris to only allow electric cars as soon as 2030 ahead of France's 2040  goal - Electrek

Borgarstjórn Parísar-svæðis hefur ákveðið að greiða hverjum þeim sem fjárfestir í vistvænum bíl (rafbíla, tengiltvinn, metanbíl eða vetnisbíl) allt að EUR 6.000 (um það bil ISK 900.000) ef hann kemur í stað bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Ívilnunin verður fyrst um sinn í gildi til 1. janúar 2023 og getur hver og einn Parísarbúi notið hennar einu sinni. Þar að auki geta kaupendur notið ríkisívilnunar í formi endurgreiðslu fastrar upphæðar fyrir bíla á verðbilinu EUR 45.000-60.000.

Sjá nánar í frétt Electrive.com

Vefviðburður 23. juní: Framleiðsla rafeldsneytis á Íslandi

Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Parísarsamkomulagsins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040.

Notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum veldur um helming af CO2 losun sem er á beinni ábyrgð Íslands. Því er mikilvægt að meta þá kosti sem við höfum og þær fjárfestingar sem þarf til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir aðra orkugjafa í samgöngum á landi, á sjó og í lofti.

Hluti af þeirri lausn er að nota beint endurnýjanlegt rafmagn til að knýja samgöngutæki, en í sumum tilvikum er það ekki raunhæfur möguleiki.Icefuel (Icelandic Electrical Fuel) hefur fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga, greint valkosti varðandi mögulegt framtíðareldsneyti og gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum.

Skýrsla þessi snertir á fýsileika þess að framleiða rafeldsneyta á Íslandi auk þess að skýra af hverju rafeldsneyti er hluti af því að ná loftslagsmarkmiðum.

Bjarni Már Júlíusson framkvæmdastjóri Icefuel mun kynna helstu niðurstöður skýrslunnar á vefviðburði Grænu orkunnar í hádeginu 23. júní. Fylgjast má með í beinni útsendingu á Zoom.

Skýrsluna má finna á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

Sjá nánar á Facebook.

Vefviðburður 9. júní: Rafvæðing hafna á Íslandi

May be an image of body of water

Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.

Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

Glærur Kjartans má nálgast hér:

320 milljónir til orkuskipta á árinu 2021

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum,
💡 annars vegar til orkuskipta
🔌 og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva
Græna orkan fagnar þessu framtaki mjög – sjá auglýsingu Orkusjóðs hér fyrir neðan og nánar í meðfylgjandi hlekk.

Viðburður 3. júní: orkuskipti á framkvæmdastöðum

Grænni byggð, Landsvirkjun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Græna orkan bjóða til spennandi málstofu þar sem rætt verður um orkuskipti á framkvæmdastað. Aðalfyrirlesari verður Pedro Gonzales frá Skanska, sem mun segja frá reynslu hins byggingafyrirtækisins af kolefnislausum framkvæmdastöðum.

Einnig taka til máls:
– Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð
– Björn Halldórsson og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Landsvirkjun
– Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Byggjum grænni framtíð
– Anna Margrét Kornelíusdóttir, Græna orkan
– Ragnar K. Ásmundsson, Orkusjóður

Fundinum verður streymt á netinu 3. júní kl. 9:00-10:30.

Skráning á viðburðinn fer fram hér: https://forms.gle/tCgemRBUizEkQ3eY6

Tækifæri og áskoranir í loftlagsvænni uppbyggingu ferðaþjónustu

Loftslagsráð býður til samtals og sóknar í loftslagsmálum.
Markmið viðburðarins sem fer fram í dag, 5. maí, er meðal annars að varpa ljósi á sóknarfæri sem felast í krefjandi markmiðssetningu og loftslagsvænum fjárfestingum, og að setja umræðu um 2030 markmið í loftslagsmálum í samhengi við áfanga í átt að kolefnishlutleysi.
Þátttakendur úr atvinnulífinu verða:
Jón Gestur Ólafsson, gæða,- umhverfis-og öryggisstjóri Bílaleiga Akureyrar / Europcar
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Elding Whale Watching Reykjavik
Auður H. Ingólfsdóttir, ráðgjafi og formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarður – Vatnajökull National Park
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslensk NýOrka
Samtalinu verður streymt á vefnum miðvikudaginn 5. maí kl. 13-14.30.

Aðalfundur Grænu orkunnar 2021

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fír fram þriðjudaginn 4. maí 2021 9:00-10:00 og var rafrænn að þessu sinni.

Dagskrá aðalfundar var sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Breytingar á samþykktum
  • Ákvörðun árgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Skýrslu stjórnar má nálgast hér:

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga.


Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 27. apríl 2021, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.


Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára. Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 27. apríl 2021.

Vefviðburður um Orkusjóð 23. mars

Græna orkan og Orkustofnun stóðu sameiginlega fyrir vefviðburði í hádeginu 23. mars 2021 sem bar yfirskriftina „Orkusjóður – hlutverk hans í orkuskiptum.“

Hlutverk Orkusjóðs er meðal annars að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkuauðlinda landsins með styrkjum eða lánum, einkum til aðgerða er miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka nýtingu á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Á veffundinum ræddi Ragnar Ásmundsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, aðkomu Orkusjóðs í orkuskiptum og áherslur undanfarinna ára auk þess sem hann skyggndist inn í framtíð orkuskipta á Íslandi.

Viðburðurinn fór fram í beinni útsendingu á Zoom en hér má nálgast upptöku frá viðburðinum.

5 febrúar: Kynningarfundur verkefnis um hleðsluinnviði fyrir rafbíla

Í hádeginu föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Dagskráin verður á þessa leið:

12:05 Bakgrunnur verkefnis
Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku

12:10 Þarfa- og kostnaðargreining fyrir hleðsluinnviði á ferðamannastöðum og við Keflavíkurflugvöll
Haukur Hilmarsson, hagfræðingur, EFLU verkfræðistofu

12:40 Heildarniðurstöður verkefnis
Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri, Íslenskri NýOrku

12:55 Umræður og spurningar

13:15 Fundi slitið

Nánar um viðburðinn á Facebook.

Hér má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á Zoom.