Ráðstefna1.-2. sept: Nordic Electric Bus Initiatives

1.-2. september næstkomandi verður haldin málstofa um þróun rafmagnsstrætisvagna í Lindholmen vísindagarði í Gautaborg. Það eru Swedish Forum for transport innovation og Nordic Energy Research sem standa að málstofunni. Markmið hennar er að efla tengsl á milli  framleiðenda, háskólasamfélagsins og þeirra sem koma að samgöngumálum,  miðla þekkingu og ræða möguleika og hindranir til rafvæðingar strætisvagna í almenningssamgöngum.

Þátttaka er ókeypis. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér og hér.

United Airlines notar lífeldsneyti í innanlandsflugi

Síðar í sumar mun bandaríska flugfélagið United Airlines hefja notkun á lífeldsneyti sem framleitt er úr endurunnum landbúnaðarúrgangi og dýrafitu. United hefur gert samning við Fulcrum BioEnergy í Californiu um kaup á endurnýjanlegu eldsneyti sem blanda má saman við hefðbundið þotueldsneyti. Flugfélagið segir verðið lífeldnseytisins vel samkeppnishæft við jarðefnaeldnseyti og reiknar auk þess með að draga verulega úr útblæstri gróðuhúsalofttegunda með notkun þess. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem bandarískt flugfélag notar endurnýjanlegt eldsneyti í áætlunarflugi innanlands.

Sjá nánar um frétt NY Times hér.

Stjórnvöld styðji fjölgun vistvænna bifreiða

Stjórnvöld skulu stuðla frekar að fjölgun vistvænna bifreiða með hvötum og sýna gott fordæmi, segir forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Árið 2007 setti ríkisstjórnin markmið að auka hlutfall vistvænna ökutækja í eigu ríkisins úr 10% árið 2008 í 35% árið 2012. Þetta hefur þó ekki gengið eftir. Forsætisráðherra lýsti ánægju sinni yfir fjölgun rafbíla undanfarin ár og sagði æskilegt að menn skoðuðu möguleika á rafbílnum þegar kæmi að endurnýjun ráðherrabíla. Þetta kom fram í svari hans við spurningum Brynhildar Pétursdóttur, þingmanns Bjartrar framtíðar í óundirbúnum spurningatíma á Alþingi í liðinni viku.

Sjá nánar í frétt mbl.is

Ráðstefna: Nordic Electric Bus Initiatives

1.-2. september næstkomandi verður haldin málstofa um þróun rafmagnsstrætisvagna í Lindholmen vísindagarði í Gautaborg. Það eru Swedish Forum for transport innovation og Nordic Energy Research sem standa að málstofunni. Markmið hennar er að efla tengsl á milli  framleiðenda, háskólasamfélagsins og þeirra sem koma að samgöngumálum,  miðla þekkingu og ræða möguleika og hindranir til rafvæðingar strætisvagna í almenningssamgöngum.

Þátttaka er ókeypis. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér.

Nýtt þjónustumerki fyrir rafhleðslu bíla vígt

Síðastliðinn sunnudag var sett upp nýtt þjónustumerki sem vísar á stað þar sem hlaða má ökutæki rafmagni. Það var Einar K. Guðfinnnsson, forseti  Alþingis, sem kom merkinu fyrir og tók það formlega í notkun við verslunina Verslunar-Geira,  við Þuríðarbraut við mörk þéttbýlisins í Bolungarvík.

Merkið var hannað af Vegagerðinni að ósk Samgöngufélagsins, en þetta er fyrsta merkið  með þessu útliti sem tekið er í notkun.  Nú þegar rafbílum fjölgar ört er nauðsynlegt að hægt sé að hlaða þá sem víðast og upplýsingar um aðgengi að hleðslu séu sýnilegar.

Einnig hefur verið útbúið sérstakt merki fyrir svokallaðar hraðhleðslustöðvar sem er eins útlits og merkið sem tekið var í notkun um helgina, að öðru leyti en að bætt hefur verið við mynd af skeiðklukku.

.

ESB styrkir verkefni um þróun stórrar rafmagnsferju

Evrópusambandið mun taka þátt í fjármögnun verkefnis sem gengur út á að þróa fyrstu ferju heims af miðlungs stærð sem gengur eingöngu fyrir rafmagni. Ferjan mun ganga fyrir tveimur rafhlöðum sem samtals gefa orku upp á 3800 kílóvattstundir. Tveir rafmótorar munu hvor um sig gefa 750 kW.

Verkefnið, sem nefnist e-Ferry, er samstarf danskra, norskra og grískra aðila og hlaut nýverið 16 milljón evra styrk frá ESB. Áætlað er að ferjan verði tilbúin árið 2017 og muni ferja bíla og farþega milli Ærö eyju og meginlands Danmerkur.

Sjá nánar í frétt the Maritime Executive.

Bílar leigðir til skamms tíma í fyrsta skipti á Íslandi

Bílaleigan Avis mun von bráðar, í samstarfi við Höfðatorg, bjóða upp á bíla til skammtímaafnota. Þetta er nýjung á bílaleigumarkaði hér á landi sem á sér erlenda fyrirmynd. Starfsfólk Höfðatorgs mun geta pantað bíl á netinu eða með smáforriti í símanum en til að geta nýtt sér þjónustuna þurfa notendur að skrá sig í áskrift hjá Snattbílum.

Sjá nánar í frétt Viðskiptablaðsins og Facebook síðu Snattbíla.

Auknar ívilnanir fyrir vistvæna bíla í Oregon fyrirhugaðar

Yfirvöld í Oregon fylki í Bandaríkjum Norður Ameríku hafa síðastliðin ár unnið ötullega að því að byggja upp kerfi raf- og hraðhleðslustöðva meðfram helstu hraðbrautum. Nú er til umræðu frumvarp sem byði þeim, sem leigja eða kaupa hreinan rafbíl, tengiltvinnbíl eða vetnisbíl, ívilnun í formi niðurgreiðslu við gerð kaup- eða leigusamnings. Upphæð eingreiðslunnar næmi $1500 fyrir þá sem kaupa eða leigja tengiltvinnbíl eða tvinnbíl, $3000 til þeirra sem veldu rafbíl eða vetnisbíl og $1000 til rafhjólakaupenda og – leigjenda. Gildistími ívilnananna næði til 1. janúar 2022.

Þó nokkur fylki Bandaríkjanna veita ýmsa efnahagslega hvata til kaupa á bifreiðum sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Oregon hefur þó verið í fararbroddi hvað varðar innleiðingu rafbíla og uppbyggingu innviða, eins og sést á myndinni hér fyrir neðan.

Nánar um fréttina hér.

Mikill árangur hefur náðst í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi

Græna orkan hefur í samvinnu við stjórnvöld unnið að framgangi orkuskipta á Íslandi í samræmi við skýrslu og aðgerðaáætlun sem lögð var fram á Alþingi í lok árs 2011 „Orkuskipti í samgöngum“. Græna orkan hefur komið með beinum hætti að ýmsum breytingum sem hafa verið hvati til orkuskipta. Helstu aðgerðirnar eru annars vegar skattalegar ívilnanir fyrir rafmagns- eða tengiltvinnbifreiðar sem settar voru með bráðabirgðaákvæði í lögum nr. 62/2012 og hins vegar setning söluskyldu fyrir endurnýjanlegt eldsneyti með lögum nr. 40/2013.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti í dag nýja skýrslu um þróun orkuskipta í samgöngum á ríkisstjórnarfundi. Skýrslan er unnin af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Orkustofnun og Grænu orkunni. Þar kemur meðal annars fram að undanfarin fjögur ár hefur hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til samgangna tífaldast.

Stefnt er að því að skýrslan verði lögð fyrir Alþingi nú á vorþingi til kynningar og umfjöllunar.

Sjá nánar í fréttatilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.

 

Sjálfbærni og sjálfakandi bílar hjá Daimler

Í sjálfbærniskýrslu Daimler fyrir árið 2014 kemur fram að þótt framleiðsla fyrirtækisins hafi aukist um 5% milli ára, hafi útblástur koltvísýrings dregist saman um 2,5%. Daimler býður í dag upp á tvo tvinnbíla, S500 og C350, og stefnir að því að kynna til sögunnar tíu nýjar gerðir umhverfisvænna bíla árið 2017.

Daimler hefur einnig unnað að prófunum og  þróun sjálfakandi bifreiða, sjálfrennireiða. Það eru hins vegar margir þættir sem taka þarf tillit til, lagalegir og siðferðileigr, áður en slík tækni verður leyfð í almennri umferð. “Hvernig á sjálfrennireið til að mynda að bregðast við yfirvofandi árekstri? Hver ber ábyrgð við þessar aðstæður og hvernig skal tryggingum hagað? Þetta eru spurningar sem mikilvægt er að ræða og svara.” segir Dr. Christine Hohmenn-Dennhardt, stjórnarmaður Daimler AG.

Sjá umfjöllun Daimler hér og sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins hér.