Kia vetnisbíll á götuna fyrir 2020

Kóreski bílaframleiðandinn Kia telur vetni vera orkubera framtíðar og áformar að selja vetnisbíla sína á almennum markaði frá árinu 2020. Þangað til mun Kia framleiða 1000 slíka bíla á ári til prófana og auka smíði rafbíla og þannig smám saman draga úr framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar í frétt mbl.isHybrid Cars og fréttatilkynningu Kia.

Kia hefur gert tilraunir með vetnisbílinn Borrego.

Noregspóstur kaupir 240 rafbíla

Norski pósturinn hefur nú fest kaup á 240 Renault Kangoo Maxi ZE rafbílum og verða þeir afhentir í vikunni í Osló. Er þetta liður í stefnu fyrirtækisins að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2020 miðað við losun þess árið 1990. Losun norska póstsins nemur um 1% af heildarkoltvísýringslosun konungsríkisins alls og hlýtur þessi aðgerð því að teljast mikilvægt skref í átt að takmarki norska póstsins.

Sjá nánar á mbl.is og hjá Renault.

Rafbílavæðing á Íslandi – ráðstefna 11. desember 2015

Föstudaginn 11. desember um Rafmagnsverkfræðingadeild Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) standa fyrir ráðstefnu um rafbílavæðingu á Íslandi í sal Arion banka, Borgartúni 19. Dagskráin verður sem hér segir:

13:00    Setning ráðstefnu, Kristinn Andersen, formaður VFÍ og ráðstefnustjóri.

13:10    Stefnumótun íslenskra stjórnvalda – Hvað hefur gerst?
Jón Björn Skúlason, framkv.stj. Íslenskrar nýorku.

13:30   Áhugi og hagsmunir neytenda.
Runólfur Ólafsson, framkv.stj. Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

13:50   Hraðhleðslustöðvar ON.
Jón Sigurðsson, viðskiptastjóri ON.

14:10   Sjálfbær uppbygging innviða fyrir rafbíla.
            Axel Rúnar Eyþórsson, e1.

14:30   Aðferð KPMG við nálgun sannvirðis.
Val Gautaborgar á milli dísel- og rafmagsstrætós.
            Gunnar Tryggvason, verkfræðingur hjá KPMG.

14:50   Kaffihlé

15:20   Kynningar bílaumboða og reynsla rafbílaeiganda.
            Bílaumboðin kynna það nýjasta í rafbílum.
Þórður Helgason, rafmagnsverkfræðingur og eigandi rafbíls.

16:10   Umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnuslit.

Sjá nánar hér, á síðu RVFÍ.

Mercedes Benz vetnisbíll í kortunum

Í dag eru það einungis Honda og Toyota sem bjóða upp á vetnisbíla en líklegt er að það breytist á næstu árum. Í tímaritinu Autocar kemur fram að Benz framleiðandinn muni kynna vetnisútgáfu af smájeppanum GLC á bílasýningunni í Frankfurt hausti 2017 og bíllinn verði kominn á götuna 2018.

Sjá nánar á mbl.is og Autocar.

Vel sóttir örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti

Græna orkan og Nordic Marina stóðu fyrir örfyrirlestrum um endurnýjanlegt innlent eldsneyti síðastliðinn fimmtudag. Um fjörutíu manns tóku þátt  og hlýddu á sex fyrirlestra:

Gestir voru áhugasamir og spurðu fyrirlesara fjölmargra spurninga. Græna orkan og Nordic Marina vilja koma á framfæri þakklæti til fulltrúa fyrirtækjanna sem tóku þátt og þakka gestur fyrir skemmtilegar umræður.

Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Næstkomandi miðvikudag, 2. desember, verður haldin kynning á samstarfsáætlunum Evrópusambandsins um umhverfi, lofstlagsmál og auðlindir. Attilo Gambardella, verkefnisstjóri frá aðalskrifstofu áætlunarinnar í Brussel, mun kynna áætlunina. Kynningin verður haldin frá 14-16 í fundarsal á 6. hæð í Borgartúni 30. Aðgangur er ókeypis en áhugasamir eru beðnir að skrá sig til þátttöku fyrir 1. desember hér.

Örfyrirlestrar um endurnýjanlegt innlent eldsneyti og eldsneytiseftirlit

Græna orkan býður félögum til örfyrirlestra í Orkugarði fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 14.

Dagskráin verður eftirfarandi:

  • Eftirlit OS með endurnýjanlegu eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
  • Endurnýjanlegt metanól CRI – Benedikt Stefánsson, CRI
  • Framtíðar íblöndun í vistvænt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
  • Dísileldsneyti úr lífrænum úrgangi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
  • Lífdísilvörur Orkeyjar – Teitur Gunnarsson, Mannvit
  • Metanframleiðsla Sorpu bs. Sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni Hjarðar, Sorpa
  • Vistorka – veseni breytt í verðmæti – Guðmundur H. Sigurðarson, Vistorka
Reiknað er með að hver fyrirlestur taki um 10 mínútur og tími gefist fyrir 1-2 spurningar. Í lok dagskrár verða umræður og tækifæri til frekari fyrirspurna.
Aðgangur er ókeypis en skráning til þátttöku skal berast til amk@newenergy.is.

Norðursigling hlýtur verðlaun fyrir rafknúna hvalaskoðunarbátinn Opal

Norðursigling á Húsavík hlaut í liðinni viku silfurverðlaun World Responsible Tourism Awards 2015 fyrir Opal verkefni sitt, en Opal er rafknúinn hvalaskoðunarbátur, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki hlýtur verðlaun á sýningunni World Travel Market.

Þá er einungis hálfur mánuður síðan fyritækið hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2015.

Sjá nánar á mbl.is og á vef Ferðamálastofu.