Vindknúnir Renault rafbílar á skosku Hebrides eyjum

Íbúar skosku Hebrides eyjanna eru vanir roki og hafa nú tekið sig til og beislað það. Pentland Road wind farm hefur sett upp sex vindmyllur sem framleiða rafmagn á Renault rafbíla. Rafbílana, sem eru af tegundinn Zoe og Kangoo, má svo leigja í lengri eða styttri ferðir um eyjarnar. Verkefnið hefur það að markmiði að útvega gestum og íbúum eyjanna endurnýjanlega orku og nýta til þess staðhætti.

Sjá nánar hér.

Renault Zoe electric car on the Outer Hebrides

Vinnstofa GO um gjaldtöku í samgöngum

Græna orkan stóð nú í vikunni fyrir vinnustofu um gjaldtöku í samgöngum. Hún hófst á fjórum áhugaverðum kynningum.

Að loknum stuttum fyrirlestrum var þátttakendum skipt í umræðuhópa sem ræddu eftirfarandi málefni:
  • Skattlagning dísilolíu með hliðsjón af VW hneykslinu. Er þörf á breyttum áherslum?
  • Mörkun skatttekna til gerðar og reksturs samgöngumannvirkja og breytingar sem verða með nýjum lögum um opinber fjármál
  • Mikilvægi fjarskipta fyrir gjaldtöku framtíðar – GPS og upplýsingamiðlun, aðferðir
Í lok vinnustofunnar söfnuðust þátttakendur saman á ný og farið var yfir helstu umræðuatriði og niðurstöður hvers hóps fyrir sig. Stjórn Grænu orkunnar þakkar gestum fyrir líflega og áhugaverða vinnustofu og fyrirlesurum fyrir gagnleg innlegg í umræður.

Danir ívilna vetnisbílum til 2018

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita áfram skattaafslátt vegna kaupa á vetnisbílum til ársins 2018, en til stóð að gildistími ívilnana yrði til ársloka 2015. Þessu fagnar sérstaklega fyrirtækið H2 Logic sem rekur í dag 7 vetnisstöðvar víðs vegar um Danmörku og gerir ráð fyrir að opn 4 til viðbótar á næsta ári.

Sjá nánar í fréttatilkynningu H2 Logic.

H2ME – Samevrópskt verkefni um vetni

Hydrogen Mobility Europe (H2ME), verkefni sem miðar að því að innleiða vetni í samgöngum á landi, var formlega hleypt af stokkunum nú í september mánuði, Verkefnið sameinar helstu vetnisbílaframleiðendur heims (Daimler, SymbioFCell, Hyundai, Honda, Intelligent Energy og Nissan) og framleiðendur innviða (Air Liquide, H2Logic, HYOP, Linde og fleiri). H2ME mun á næstu fjórum árum reisa 29 nýjar vetnisstöðvar í 10 löndum (Austurríki, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Frakklandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi) og 200 bílar, að lágmarki, verða settir í umferð á tímabilinu.

Sjá nánar á vefsíðu H2ME

Frumkvöðlasjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir eftir umsóknum en sjóður styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til þróunar og nýsköpunar á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og ekki síður sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi. Úthlutað er tvisvar á ári og tekið er á móti umsóknum um styrki úr sjóðnum til 10. október 2015.

Sjá nánar hér og umsókn er að finna hér.

Milljónasti rafbíllinn seldur

Nú nýverið var tilkynnt að seldir hefðu verið alls ein milljón rafbíla á heimsvísu. Ekki nóg með það, heldur hefur um þriðjungur þessara bíla selst á síðustu níu mánuðum, sem hlýtur að teljast prýðilegur árangur. Af þessum fjölda eru 62% hreinir rafbílar og 200.000 þeirra Nissan Leaf.

Sjá nánar í frétt mbl.is og EV Obsession.

Flestir rafbílaeigendur kaupa aftur rafbíl

Í niðurstöðu rannsóknar sem Ford lét vinna nýverið kemur meðal annars fram að rafbílaeigendur halda sig langflestir, eða um 92%, við rafbíla þegar kemur að endurnýjun, frekar en að fjárfesta í bíl sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Könnunin náði til 10.000 rafbílaeigenda í Bandaríkjunum.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Forbes.

Rafbíladagur Iðunnar 25. september

Iðan fræðslusetur stendur fyrir Rafbíladegi þann 25. september næstkomandi frá 13-18 að Vatnagörðum 20. Askja, Bílabúð Benna, BL, Even, Hekla og Toyota munu sýna raf- og tvinnbíla á staðnum en einnig verður boðið upp á örfyrirlestra.

Sjá dagskrá hér.

Ráðstefna um vistvæna orkugjafa í haftengdri starfsemi

Þann 21.-22 október næstkomandi verður haldin ráðtefna í Gautaborg um notkun vistvænna orkugjafa í haftendri startfsemi. Ráðstefnan, sem ber heitið Making Maritime Applications Greener er samstarfsverkefni Nordic Marina, Norðursiglingar og Caterpillar Propulsion. Í lok fyrri dags ráðstefnunnar verður gestum boðið að sigla hring um Gautaborgarhöfn um borð í Opal, rafknúnum seglbáti Norðursiglingar. Dagskrá lýkur 22. október með skoðunarferð um Stena Germanica, farþegaferju StenaLine sem gengur fyrir metanóli.

Opið er fyrir skráningar hér  og þar er einnig að finna dagskrána í heild sinni.

Ráðstefna1.-2. sept: Nordic Electric Bus Initiatives

1.-2. september næstkomandi verður haldin málstofa um þróun rafmagnsstrætisvagna í Lindholmen vísindagarði í Gautaborg. Það eru Swedish Forum for transport innovation og Nordic Energy Research sem standa að málstofunni. Markmið hennar er að efla tengsl á milli  framleiðenda, háskólasamfélagsins og þeirra sem koma að samgöngumálum,  miðla þekkingu og ræða möguleika og hindranir til rafvæðingar strætisvagna í almenningssamgöngum.

Þátttaka er ókeypis. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér og hér.