Aðalfundur Grænu orkunnar framundan

Græna orkan boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 15. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9.

Félagsmenn teljast þeir sem greiða aðildargjald  og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt en aðildargjöld skulu hafa verið greidd fyrir 15. mars síðastliðinn. Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfund og er einungis eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun.

Tilkynningar um þrjú framboð úr hópi félagsmanna bárust. Berglind Rán Ólafsdóttir býður sig fram fyrir hönd Landsvirkjunar. Ólafur Jóhannesson, CRI, býður sig fram fyrir hönd Samtaka iðnaðarins. Skúli K. Skúlason, BL, býður sig fram fyrir hönd Bílgreinasambandsins.

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar lögð fram

3. Reikningar lagðir fram til samþykktar

4. Lagabreytingar

5. Ákvörðun árgjalds

6. Kosning stjórnar

7. Önnur mál

8. Fundi slitið


					

Olíuinnflutningur drægist saman um 40% með rafbílavæðingu

Með aukinni notkun rafbíla væri unnt að draga úr olíuinnflutningi um 40% og lækka eldsneytiskostnað bifreiðaeigenda í Bretlandi um rúmlega 200.000 krónur á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem  Cambridge Econometrics gerði fyrir European Climate Foundation.

Ef gert er ráð fyrir stöðugri aukningu rafbíla á næstu árum og að fjöldi þeirra nái 6 milljónum í Bretlandi árið 2030 væri unnt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 47% þar í landi fyrir 2030. Fram kemur þó að til þess að rafbílavæðingin megi verða að veruleika sé nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum því enn eru hleðslustöðvar fáar.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Guardian

Vélahitarar spara eldsneyti og draga úr mengun

Eldsneytiskostnaður er án efa stór liður í rekstri heimila og samhliða hækkandi olíuverði undandarin ár hefur þörf fyrir sparnaðarleiðir aukist.

Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fíb, segir frá ýmsum sparnaðaraðgerðum sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd í grein Karls Eskils Pálssonar á bílasíðu mbl.is. Vélahitara má til að mynda nota til að hita kælivatn nokkru áður en ekið er af stað á morgni. Þá fer bíllinn strax í gang og mistöðin blæs heitu lofti. Með þessu móti sparast eldsneyti fyrstu 4-5 aksturskílómetrana, dregið er úr vélasliti og bifreiðar gefa frá sér a.m.k. 30% minna af mengunarefnum.

Sjá nánar hér.

Skynsemi og hagkvæmni fólgin í vistakstri

Eldsneytiskostnaður er stór útgjaldaliður flestra heimila. Hægt er að draga umtalsvert úr þeim kostnaði með breyttu aksturslagi. Marteinn Guðmundsson, ökukennari í Reykjavík býður upp á námskeið í vistakstri fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hann segir m.a. að með jafnari ökuhraða fáist betri yfirsýn í umferðinni, eldsneyti sparist og dregið sé úr óþarfa mengun.

Grein mbl.is fjallar um ráðleggingar Marteins til sparnaðar og umhverfisbóta með vistakstri.

Orkuskipti í samgöngum eru ótvírætt framfaraskref

Unnið hefur verið markvisst að því að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa og í samþykkt Alþingis frá 2011 er kveðið á um að árið 2020 skuli hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum vera 10%. Samdráttur í notkun jarðefnaeldsneytis stuðlar m.a. að umhverfisvernd, gjaldeyrissparnaði og auknu orkuöryggi.

Í frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru raktir nokkrir upplýsingapunktar um endurnýjanlegt eldsneyti á Íslandi, stefnu stjórnvalda og árangur í málaflokknum.

Áhugaverð erindi á örfyrirlestrum Grænu orkunnar

Fimmtudaginn 26. febrúar stóð Græna orkan, í samstarfi við Hafið, Nordic Marina og Stofnun Sæmundar fróða fyrir örfyrirlestrum um borð í varðskipinu Þór. Gestir hlýddu á fjölbreytt og áhugaverð erindi tengd vistvænni haftengdri starfsemi og almenn ánægja með vinnustofuna. Landhelgisgæslan, Nordic MARINA, RENSEA, CRI, EFLA, Hafið og ARK kynntu verkefni á sínum vegum.

Við þökkum þátttakendum og gestum fyrir komuna og Landhelgisgæslunni sérstaklega fyrir að bjóða varðskipið til afnota sem vettvang vinnustofunnar.

 

Örfyrirlestrar Grænu orkunnar 26. febrúar 2015

Græna orkan, ásamt Hafinu, Nordic Marina og Stofnun Sæmundar fróða stendur fyrir örfyrirlestrum um vistvæna haftengda starfsemi um borð í varðskipinu Þór (sjá nákvæma staðsetningu á korti) á morgun fimmtudag.

Dagskráin verður eftirfarandi:

14:00 Fundarsetning: Bryndís Skúladóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar

14:10 Örfyrirlestrar

  • Landhelgisgæslan, Ásgrímur Ásgrímsson – Starfsemi Landhelgisgæslunnar umhverfis Ísland
  • Nordic Marina, Ágústa S. Loftsdóttir – Samstarfsvettvangur um samdrátt í losun frá haftengdri starfsemi
  • Norðursigling, Árni Sigurbjarnarson – Rafseglbátur Norðursiglingar
  • Carbon Recycling International, Benedikt Stefánsson – Framleiðsla metanóls á Íslandi og notkun sem skiptaeldsneyti
  • EFLA, Eva Yngvadóttir – Umhverfisvænar leiðir EFLU
  • Hafið, Sigríður Ragna Sverrisdóttir – Hafið: Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins, Sigríður Ragna Sverrisdóttir
  • ARK Technology, Þorsteinn Svanur Jónsson – Umhverfisstjórn hjá ARK Technology

15:30 Fyrirspurnir og umræður

Gert er ráð fyrir að hver fyrirlestur verði 8-10 mínutur og tími gefist fyrir 1-2 stuttar spurningar að hverjum þeirra loknum. Fundarstjóri verður Bryndís Skúladóttir.

Þátttaka er ókeypis og öllum opin en vinsamlega sendið skráningu til amk@newenergy.is.

Bílastæði eru í Hörpu og gegnt Kolaporti.

Kynning á NordBio áætluninni 3. mars

Kynningarfundur um NordBio verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 3. mars 2015 milli 13 og 16.  Nordbio er samstarfsverkefni norrænna ráðherranefnda um umhverfismál, fiskveiðar, fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt, atvinnulífs-, orkumála- og byggðastefnu, menntun, menningu og rannsóknir.

Markmið NordBio er að draga úr sóun, minnka úrgang og tryggja sjálfbæra nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndum, m.a. með fjölbreyttum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum, menntaverkefnum og þróun umhverfisvænni lausna við nýtingu.

Dagskrá:

Fundarsetning: Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra Íslands í Norrænu ráðherranefndinni

Lífhagkerfið – undirstaða sjálfbærrar þróunar Daði Már Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði HÍ

Nordbio áætlunin: Halldór Runólfsson, formaður íslensku verkefnisstjórnar NordBio

WoodBio. Hlutverk viðarlífmassa í norræna lífhagkerfinu: Ólafur Eggertsson, Skógrækt ríkisins

Nýsköpun í lífhagkerfinu. Tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar: Sigrún Elsa Smáradóttir, Matís

Marina. Aukin notkun vistvænnar orku á sjó: Ágústa S. Loftsdóttir, Orkustofnun

Ermond. Vistheimt gegn náttúruvá: Guðmundur Halldórsson, Landgræðslu ríkisins

Biophilia. Sköðun sem kennsluaðferð: Björk Óttarsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti

Lífauðlindir Norðurlandanna: sjálfbærniviðmið: Brynhildur Davíðsdóttir, HÍ

Lífrænn úrgangur til nýsköpunar: Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Umhverfisstofnun

Tækifæri tengd lífhagkerfinu á völdum svæðum: Sigríður Kristjánsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Sjálfbær framleiðsla á próteini: Torfi Jóhannesson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

 

Fundarstjóri verður Danfríður Skarphéðinsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar hér.

Síðustu forvöð að skrá fyrirlestur á vinnustofu Grænu orkunnar

Græna orkan, í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Oceana og Nordic Marina, hefur ákveðið að halda vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi.

Fyrirkomulagið verður örfyrirlestrar, sem haldnir verða frá 14:00 til 16:30 þann 26. febrúar um borð í varðskipinu Þór.

Meðal verkefna sem kynnt verða er hybrid bátur Norðursiglingar og notkun metanóls í sjávarútvegi.

Öllum er velkomið að kynna starfsemi sína og halda erindi þennan dag. Ef þú vilt halda örfyrirlestur, 8-10 mínútur, vinsamlegast sendu heiti á fyrirlestri til amk@newenergy.is fyrir lok dags í dag, 23. febrúar.

Þátttaka í vinnustofunni er opin öllum og ókeypis. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku með tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur!