Bílaleigum veittur afsláttur af vörugjöldum

Meiri­hluti efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar hefur lagt til að bíla­leig­um verði veitt­ur af­slátt­ur af vöru­gjöld­um bíla árin 2021 og 2022. 📆
Afslátturinn verður háð þeim skil­yrðum að til­tekið hlutall ný­skráðra bíla hjá fyr­ir­tæki, 15% árið 2021 og 25% árið 2022, séu vist­væn­ir, þ.e. raf­magns-, vetn­is- eða ten­gilt­vinn­bíl­ar. 🚗
Þetta er mikilvægur liður í því að gera bílaleigum betur kleift að kaupa inn vistvæna bíla, en þær eru afar mikilvægur þátttakandi á eftirmarkaði með ökutæki hér á landi. 💡

Vefviðburður Orkuklasans um vetni 3. desember 2020

Orkuklasinn stendur fyrir vefviðburði um reynslu Þjóðverja af vetnisnýtingu í samstarfi við Sendiráð Íslands í Berlín. Viðburðurinn fer fram á ensku þann 3. desember næstkomandi klukkan 9:00-10:15.
Dagkráin verður eftirfarandi:
  • Maria Erla Marelsdottir, Icelandic Embassy, Berlin
  • David Bothe, Frontier Economics – “Hydrogen and E-fuels – key ingredient for a successful energy transition in Germany“
  • Sabine Augustin, OGE – “Hydrogen, infrastructure and technology”
  • Prof. Dr. Jürgen Peterseim, PWC – “Hydrogen for industrial application – demand and examples”

Skráning fer fram hér.

Hátækni CRI nýtt í Noregi

Norðmenn hyggjast nýta sér hátækni Carbon Recycling í Svartsengi til að reisa 28 milljarða króna verksmiðju í Norður-Noregi sem fangar útblástur frá kísilmálmvinnslu og breytir honum í umhverfisvænt eldsneyti.

Norska landsvirkjunin Statkraft, kísilmálmframleiðandinn Finnfjord og íslenska
hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) vinna nú í sameiningu að
því að þróa fyrstu verksmiðjuna sem framleiðir rafeldsneyti í fullri stærð.

Verksmiðjan mun afkasta 100.000 tonnum af rafmetanóli á ári. Hún mun hagnýta
koltvísýring (CO2) frá kísilmálmverksmiðju Finnfjord í samnefndum firði og vetni
sem framleitt verður með rafgreiningu á vatni með endurnýjanlegri orku af norska
landsnetinu.

Sjá hér grein á vef Statkraft, Tekniske Ukeblad. og Visir.is.

Græna orkan aðalfundur 2020

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram 22. október 2020 9:00-10:30 í gegnum fjarfundakerfið Zoom.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar

         Óskað er eftir framboðum í stjórn Grænu orkunnar. Frambjóðendur kynna               sig stuttlega (3-4 mínútur á mann).

7.Önnur mál

Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður boðið upp á tvo 15-20 mínútna fyrirlestra á meðan á atkvæðagreiðslu stendur.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 10:30.

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Samþykkt félagsgjald hækkar nú miðað undanfarin ár og var hækkunin samþykkt á aðalfundi félagsins 2019. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2020 munu birtast rafrænt í netbanka aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 21. október 2020 og ættu að berast félagsmönnum í vikunni.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 15. október 2020, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Stjórn Grænu orkunnar leggur til breytingar á 7. grein samþykkta félagsins. Núverandi orðalag er eftirfarandi:

7.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum auk formanns. Fjórir stjórnarmenn skuli koma úr hópi félagsmanna og eru kjörnir til tveggja ára í senn á aðalfundi. Fjórir stjórnarmenn skuli koma frá hinu opinbera. Óska skal eftir því að hvert ráðuneyti skipi einn fulltrúa (umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið). Stjórnarmenn eru skipaðir til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi nema tveir úr stjórn. Til þess að svo megi verða, skal á þriðja aðalfundi félagsins, árið 2017, kjósa um tvo stjórnarmenn til eins árs og tvo til tveggja ára. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn en þeir skulu þó ekki sitja lengur en sex ár samfleytt í stjórn. Á aðalfundir skal einnig kjósa 2 varamenn, fyrsta varamann og annan varamann, sem taka skulu sæti kosinna stjórnarmanna sem frá þurfa að hverfa á starfsárinu. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins og verkefnisstjóri fara með málefni félagsins milli aðalfunda. Verkefnastjóri boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 Breytingartillaga stjórnar á greininni hljóðar svo með breytingu rauðletruðum texta hér.

7.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum auk formanns. Fjórir stjórnarmenn skuli koma úr hópi félagsmanna og eru kjörnir til tveggja ára í senn á aðalfundi. Fjórir stjórnarmenn skuli koma frá hinu opinbera. Óska skal eftir því að hvert ráðuneyti skipi einn fulltrúa (umhverfis- og auðlindaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið). Ráðuneytin tilnefna sína fulltrúa til tveggja ára í senn.  Kjörnir fulltrúar eru skipaðir til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi nema tveir úr stjórn. Til þess að svo megi verða, skal á þriðja aðalfundi félagsins, árið 2017, kjósa um tvo stjórnarmenn til eins árs og tvo til tveggja ára. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn en þeir skulu þó ekki sitja lengur en sex ár samfleytt í stjórn. Á aðalfundi skal einnig kjósa 2 varamenn, fyrsta varamann og annan varamann, sem taka skulu sæti kosinna stjórnarmanna sem frá þurfa að hverfa á starfsárinu. Stjórn skiptir með sér verkum, en formaður skal valinn úr hópi kjörinna félagsmanna. Stjórn félagsins og verkefnisstjóri fara með málefni félagsins milli aðalfunda. Verkefnastjóri boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

Óskað er eftir framboðum í stjórn Grænu orkunnar fyrir hönd atvinnulífsins og er stjórnarseta til tveggja ára. Tvö sæti í stjórn eru laus og tvö sæti varamanna. Varamenn taka sæti aðalmanna þurfi þeir frá að hverfa úr stjórn á starfsárinu.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 15. október 2020.

Hlekkur til þátttöku á fundinum og til kosninga verður sendur félögum í tölvupósti þegar nær dregur.

 

Samræmingarfundur aðila í orkuskiptum

Mynd: Kamma Thordarson

Nú í vikunni fór fram samræmingarfundur nokkurra aðila sem eiga það sammerkt að vinna að orkuskiptum hér á landi.

Þátttakendur voru Græna orkan, Grænvangur – samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir, Íslensk NýOrkaOrkuklasinn, Orkuskiptahópur Samorku og fulltrúar frá

Líflegar umræður sem stýrt var af Manino drógu fram helstu áherslur félaganna í dag og nauðsynleg skref til þess að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og áform um kolefnishlutleysi 2040.

Rafhjólamenning vefviðburður 25. ágúst

Image may contain: bicycle and outdoor

Mynd frá Hjólavef Reykjavíkurborgar: http://hjolaborgin.is/markmid/?goto=2#8

Græna orkan, Grænni byggð, Hjólafærni, Orkustofnun og Stjórnvísi bjóða til veffyrirlestra undir yfirskriftinni Rafhjólavæðingin í hádeginu þriðjudaginn 25. ágúst. Vegna samkomutakmarkana hefur verið ákveðið að hafa fundinn eingöngu á Zoom. Hlekkur mun verða birtur hér og á Facebook viðburði þegar nær dregur. Dagskráin verður eftirfarandi:

Reynslan hjá Reykjavíkurborg
Kristinn Eysteinsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

Rafhjólareynslan hjá Norðurorku
Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri hjá Norðurorku

Örflæði: Lítill mótor fyrir stuttar ferðir
Jökull Sólberg Auðunsson, stofnandi Planitor

Aðstaða við verslunar- og þjónustukjarna
Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri hjá Reginn fasteignafélagi

Reynsla Landsspítalans
Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítala

Rafhjól: Þjónn á þeytingi
Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni

Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.

Hér má sjá upptöku frá viðburðinum:

Umræða um endurnýjanlega orkugjafa í samgöngum

Methane-eating bacteria might spark a revolution in green fuel ...

Þann 26. júní síðastliðinn birtist pistill í Morgunblaðinu eftir Sigríði Á Andersen þar sem hún fjallar um rafbílavæðinguna og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Í dag birti sérfræðingur hjá Orkustofnun, Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, grein í Morgunblaðinu einnig, þar sem hann áréttar meðal annars, hvert framlag rafbíla er til markmiða Íslands um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.