Aðalfundur Grænu orkunnar og málþing um orkuskipti til 2030

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 5. maí 2022 13:30-16:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Orkuskipti: Umbreytingar til 2030. Fyrir þá sem það kjósa, verður hægt að fylgjast með í streymi. Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Dagskráin verður eftirfarandi:

13:30 Fundarsetning

13:40 John Winterbourne, Ballard Power Systems

14:00 Ómar Sigurbjörnsson, Carbon Recycling International

14:20 Auður Nanna Baldvinsdóttir, Samtökum vetnis- og rafeldsneytisframleiðenda

14:40 Hefðbundin aðalfundarstörf

15:15 Fundarslit

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Skýrslu stjórnar má nálgast hér.

Fyrir þá sem mæta í Borgartún er gott að hafa í huga að strætisvagnar 4, 12, og 16 ganga þangað og auðvelt er að nálgast rafskútur víðs vegar um borgina sem má nota til að komast á leiðarenda.

Aðalfundur Grænu orkunnar 5. maí 2022

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 5. maí 2022 13:30-15:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Orkuskipti: Umbreytingar til 2030. Boðið verður upp á erindi frá ýmsum aðilum sem tengjast eldsneytisframleiðslu og -dreifingu, bæði hefðbundnu kolvetni og vistvænu eldsneyti.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:30.

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2022 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 4. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 28. apríl 2022, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 28. apríl 2022.

Ársfundur Grænvangs 5. apríl

Ársfundur Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, var haldinn þriðjudaginn 5. apríl kl. 14-16 á Grand Hótel Reykjavík. Honum var einnig streymt á vefsíðu Grænvangs en þar má nálgast upptöku að fundinum loknum.

Ársfundur Grænvangs 2022. Samstíga á árungursríkri loftslagsvegferð, Þáttur atvinnulífsins í orkuskiptum Íslands. from Íslandsstofa on Vimeo.

Tilnefningar óskast til Nýsköpunarverðlauna Samorku 2022

Samorka óskar eftir tilnefningum til Nýsköpunarverðlauna Samorku, sem afhent verða á ársfundi samtakanna 15. mars. Þetta er í annað sinn sem verðlaunin verða afhent.

Samorka leitar að framúrskarandi nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem byggja á:

  • Tæknilausnum fyrir orku- og veitugeirann eða þjónustu við orku- og veitufyrirtæki
  • Nýtingu orku, heits vatns, neysluvatns eða fráveitu og/eða annarra auðlindastrauma til nýsköpunar

Tilnefningar sendist á samorka@samorka.is fyrir 24. febrúar. Farið verður með tilnefningarnar sem trúnaðarmál.

Viðburður 8. desember: Orkuskipti á hafi

May be an image of text

Samorka, ásamt Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Faxaflóahöfnum og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, bjóða til kynningar DNV á nýrri skýrslu um orkuskipti á hafi. Kynningin verður haldin í Kaldalóni, Hörpu, miðvikudaginn 8. desember.

Dagskrá:

Ávarp: Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskipta hjá Faxaflóahöfnum
Nicolai Hydle Rivedal, umhverfisverkfræðingur hjá DNV

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Allir velkomnir í Hörpu og aðgangur er ókeypis. Framvísa þarf gildu hraðprófi við inngang í salinn.

Skráning til þátttöku í sal fer fram hér.

Umsóknarfrestur í Loftslagssjóð 9. desember!

Opið er fyrir umsóknir í Loftslagssjóð til 9. desember næstkomandi klukkan 15.

Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni og fræðslu- og kynningarverkefni sem stuðla að samdrætti í losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun.

Að þessu sinni er boðið er upp á tvær tegundir styrkja til eins árs:

  • Styrki til nýsköpunarverkefna sem m.a. er ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun
  • Styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál

Sjá nánar á vef Rannís.

Viðburður 11. nóvember: Staða hleðsluinnviða fyrir rafbíla og notkun þeirra á Íslandi

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Íslenskri Nýorku að gera óformlega netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti og fór könnunin fram í júlí og ágúst 2021.

Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir. Könnunin átti að gefa vísbendingar um hvar mest væri hlaðið og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.

Á þessum viðburði mun Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku, kynna helstu niðurstöður könnunarinnar. Hann fer fram á Zoom klukkan 13, fimmtudaginn 8. nóvember og er öllum opinn. Lykilorð til að komast inn á fundinn er 7913.

Viðburður 30. september: Orkuskipti á flugvöllum

May be an image of airplane

Þann 30. september 2021 stóð Græna orkan í samstarfi við Isavia og Verkís fyrir vefviðburði undir yfirskriftinni orkuskipti á flugvöllum. Framsögumenn fundarins voru eftirfarandi:

• Olav Mosvold Larsen, framkvæmdastjóri Avinor Carbon Reduction Programme

• Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni Isavia

• Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur Verkís

Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, stjórnarmaður Grænu Orkunnar og verkefnastjóri hjá Samtökmu ferðaþjónustunnar.

Hér má sjá upptöku af fundinum.