Mengunarlaus gata í London

Næsta vor mun Lundúnaborg hrinda af stað 18 mánaða tilraunaverkefni sem snýst um að loka einni götu, Beech Street, fyrir umferð allra bíla nema hreinorkubíla (e. zero emission). Einnig verður leyfð hefðbundin umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Tilgangurinn er sá að draga úr mengun í borginni og verða áhrif á loftgæði og umferð mæld á meðan á verkefninu stendur.

Sjá nánar í grein Climate Action.

Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi

white car on asphalt road during daytime

Mynd: Taun Stewart @Unsplash

Nýjustu heimildir – rakleiðis frá Elon Musk á Twitter – herma að Tesla muni opna þjónustumiðstöð á Íslandi þann 9. september næstkomandi. Samkvæmt vef Tesla er einnig von á öflugum hraðhleðslustöðvum framleiðandans á þremur stöðum á landinu, við Kirkjubæjarklaustur, Egilsstaði og Staðarskála. Sjá frétt RÚV.

Kolefnisspor rafbíla 4-4,5x minna en fyrir bíla sem nota jarðefnaeldsneyti

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi ...
Í morgun kynnti Orka náttúrunnar niðurstöður innlendrar rannsóknar á kolefnisspori rafbíla við íslenskar aðstæður. Meðal helstu atriða skýrslunnar er að heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Græna orkan fagnar þessu framtaki – skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um orkuskipti og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum!
Sjá nánar um skýrsluna á vefsíðu ON og í umfjöllun á mbl.is.

Rafmagnsbílar þykja of hljóðlátir

Samkvæmt nýjum ESB reglum munu nýir rafbílar þurfa að gefa frá sér falskt vélarhljóð við vissar aðstæður. Þetta kemur til af því að rafbílar hafa valdið gangandi vegfarendum vandræðum, sér í lagi blindum og sjónskertum. Því munu rafbílar, frá og með árinu 2021, vera búnir búnaði sem gefur frá sér hljóð, sem líkir eftir hefbundnu vélarhljóði, þegar bílar bakka eða fara á minna en 19 kílómetra hraða á klukkustund.

Sjá nánar í frétt á vb.is og BBC.

Fyrirlestur norska rafbílasambandsins 10. apríl

Árangur Norðmanna í rafbílavæðingu er alþekktur um allan heim. Á einungis 7 árum hefur fjöldi vistvænna bifreiða þar í landi aukist úr innan við 10.000 í tæplega 250.000 en fjöldi hreinna rafbíla nam 162.500 í lok árs 2018. Árangur þennan má einkum þakka víðtækum ívilnunum til langs tíma sem kaupendur þessara bíla hafa notið og einhugar stjórnvalda um að liðka fyrir upptöku vistvænna bíla.

Þann 10. apríl næstkomandi mun Erik Lorentzen frá norska rafbílasambandinu (Norsk elbilforening) halda fyrirlestur um rafbílavæðingu Noregs og næstu skref til framtíðar. Viðburðurinn fer fram í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Húsið opnar klukkan 11:30 en formleg dagskrá fer fram milli 12 og 13.
Aðgangur er ókeypis og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Sjá nánar í viðburði á Facebook.

Mikilvægt að hlaða rafbíl rétt

Það er afar mikilvægt að rafbílaeigendur fari rétt að við hleðslu bifreiða sinna og samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og Mannvirkjastofnuna. Vert er að minna á það nú þegar tveir rafbílar brunnu til kaldra kola við Kjalarvog í vikunni vegna rangrar hleðsluaðferðar. Í tilefni af þessu sendi BL frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.

Hér má finna leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun um hleðslu rafbíla og raflagnir.

Metan: vannýtt auðlind á Íslandi

Related image

Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Umfjöllun um vetnisbílinn Hyundai Nexo

Finnur Thorlacius, blaðamaður hjá Fréttablaðinu, reynsluók nýlega vetnsibílnum Hyundai Nexo. Hann segir meðal annars

Fyrir það fyrsta er geggjað að aka þessum Hyundai Nexo og svo er hann eins umhverfisvænn og hægt er að vera.
Hér má lesa greinina í heild sinni. Hyundai Nexo sem væntanlegur er til landsins á allra næstu vikum.

Samkeppni rafbílaframleiðenda harðnar

Volkswagen hef­ur unnið að nýrri tækni til höfuðs Tesla síðan síðla árs 2015. Ekki er þó um að ræða raf­magns­bíl held­ur bíl­grind sem ber nafnið MEB. Ætlunin er að 50 nýj­ar gerðir raf­magns­bíla verði smíðaðar utan um MED fyr­ir árið 2025. Þar að auki á VW í viðræðum við fjölda bíla­fram­leiðenda um að leyfa þeim að not­ast við nýju bíl­grind­ina. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu ár.

Nánar um VW og samkeppni við Tesla í frétt mbl.is.