Mercedes-Benz hafa kynnt hreinan rafbíl sem kemur á markað á næsta ári, 2019. Framleiðandinn gerir ráð fyrir að bjóða upp á 10 tegundir rafbíla innan fárra ára (fyrir 2022) og er þessi bifreið, sem ber heitið EQC sá fyrsti í röðinni.
Sjá nánar hér.
Mercedes-Benz hafa kynnt hreinan rafbíl sem kemur á markað á næsta ári, 2019. Framleiðandinn gerir ráð fyrir að bjóða upp á 10 tegundir rafbíla innan fárra ára (fyrir 2022) og er þessi bifreið, sem ber heitið EQC sá fyrsti í röðinni.
Sjá nánar hér.
Akstursíþróttasamband Íslands (AKÍS) gekk í vor frá samningum við Alþjóða aksturssambandið (FIA) þess efnis að ein umferð í alþjóðlegu meistaramóti rafbíla FIA í nákvæmnisakstri, oft kallað eRally (FIA Electric and New Energy Championship), verði haldið á Íslandi 21.-22. september næstkomandi og nú fer að líða að keppni! Samhliða keppninni stendur til að halda ráðstefnu um hvert stefnir í orkuskiptum í samgöngum hérlendis, hver eru hagræn áhrif þeirra skipta á breiðum grunni, hver eru umhverfisáhrifin bæði jákvæð og neikvæð.
Sjá nánar á síðu AKÍS og Erally.
Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut nýverið verðlaunin Energy Globe Awards fyrir nýsköpun í þágu loftlagsverndar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. CRI hlaut verðlaunin fyrir ETL tæknilausn sína sem talin er gagnast við að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum, minnka losun koltvísýrings frá margskonar iðnaði og stuðla að orkuskiptum í samgöngum.
Sjá nánar í fréttablaðinu.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefningarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi.
Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
Orku- og loftslagsspá Danmerkur til ársins 2030 sem gefin var út í apríl er nú aðgengileg á ensku á vef dönsku orkustofnunarinnar.
Sjá nánar hér.
Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.
Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!
Á næstu vikum mun Orka náttúrunnar hefja tilraunaframleiðslu á vetni við Hellisheiðarvirkjun. Uppsetning rafgreinis til vetnisframleiðslu er liður í evrópska verkefninu Hydrogen Mobility Europe sem Orka náttúrunnar tekur þátt í með tveimur öðrum íslenskum fyrirtækjum; Orkunni og Íslenskri NýOrku. Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar í júní síðastliðnum en þaðan verður selt innflutt vetni þar til hægt verður að afgreiða vetni framleitt á Hellisheiði á bíla í október mánuði.
Sjá nánar í frétt mbl.is.
Nú hefur ICAO, alþjóða flugmálastofnunin samþykkt staðla sem gera eiga flugfélögum kleift og skylt að safna og skila gögnum um eldsneytisnotkun og CO2 útstreymi. Með þessu er gríðarlega mikilvægt skref stigið í átt að samdrætti í notkun jarðefnaeldsneytis í flugiðnaði.
Þetta kemur fram í frétt Climate Action Programme.
Audi og Hyundai undirrituðu nýverið samkomulag um samstarf um þróun vetnistækninnar fyrir bifreiðar. Með þessu binda Hyundai menn m.a. vonir við að auka sölu vetnisbíla og draga úr kostnaði og gera tæknina samkeppnishæfa á markaði.
Sjá nánar í frétt Reuters og Green Car Reports.
Græna orkan vekur athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 10 og 11. október næstkomandi. Dagskráin skartar fjölda áhugverðra fyrirlestra, meðal annars frá fulltrúum MAN, Navis, NOx Fund í Noregi, PSW, Wärtsila og Waterfront Shipping auk margra annarra.
Skráning er hafin og frekari upplýsingar má finna hér.