Hádegisfyrirlestur 22. nóvember um orkuskipti og fluggeirann

No automatic alt text available.

Nú er komið að 6. viðburði í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti!

Fyrirkomulagið verður með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Efni fundarins að þessu sinni og yfirskrift er Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur. Þrír sérfræðingar munu halda stutt erindi:

Valur Klemensson, Isavia
Anna Margrét Björnsdóttir Samgöngustofa
Þórður Þorsteinsson Verkís

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja. Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Sjá hér viðburð á Facebook. Þar má einnig horfa á upptöku frá fundinum.

Í þessari frétt á mbl.is var fjallað um fundinn og rætt við fyrirlesara að honum loknum um orkuskipti í flugsamgöngum.

Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.

Þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarið ár unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráning til þátttöku fer fram á vef Samorku.

Zero Emission Bus Conference Köl, 27.-8. nóvember

Græna orkan vill vekja athygli á Zero Emission Bus Conference, ráðstefnu um  hreinorkustrætisvagna, sem haldin verður í Köln í Þýskalandi dagana 27.-28. nóvember næstkomandi. Þar verður boðið upp á gríðarlega metnaðarfulla og áhugaverða dagskrá sem undirstrikar vegferð okkar í átt að kolefnishlutleysi. Enn er opið fyrir skráningu!

Logo

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig!

Græna orkan vill vekja athygli á tveimur ráðstefnum um vistvæna orku sem fara fram í næstu viku, hvor á eftir annarri, dagana 9.-11. október, á Grand Hótel Reykjavík.

Nordic Hydrogen and Fuel Cell Conference
https://www.altenergy.info/#welcome-hfcnordic
fjallar um notkun vetnis í samgöngum 9.-10. október.

Making Marine Applications Greener, ráðstefna um notkun vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi, tekur svo við frá hádegi til hádegis 10.-11. október.
https://www.altenergy.info/#welcome-mmag
Sjá nánar um ráðstefnurnar á vefsíðu.

Viðburðir á næstunni

Image result for events

Við hjá Grænu orkunni viljum vekja athygli á eftirfarandi viðburðum sem tengjast orkuskiptum og eru á döfinni næstu daga:

Fagfundur: Rafbílavæðingin – erum við tilbúin? Fagfundur á vegum AKÍS, Orku náttúrunnar og ERally Iceland 9-11 fimmtudaginn 20. september að Engjavegi 9.

Sjálfbærar fjárfestingar. Hver er ávinningurinn? Morgunverðarfundur SFF og Mannvits á Grand Hótel um sjálfbærar fjárfestingar 8:30-10 fimmtudaginn 20. september.

Hverjar eru áskoranir Íslands í orkumálum? Kynningarfundur Samorku og Orkustofnunar 8:30-10 föstudaginn 21. september í Húsi atvinnulífsins.

Hjólum til framtíðar 2018 – Veljum fjölbreytta ferðamáta. Ráðstefna í Félagsheimili Seltjarnarness 10-16 föstudaginn 21. september.

 

Snemmskráningu á HFC Nordic lýkur 15. september

Síðasti dagur snemmskráningar á HFC Nordic, Norrænu vetnisráðstefnuna er 15. september en eftir það hækkar þátttökugjald um 6000 krónur. Ert þú búin(n) að tryggja þér sæti?
Á dagskrá verða fyrirlestrar frá helstu vetnissérfræðingum Evrópu, sem vinna að orkuskiptum, hver á sinn hátt. Þeirra á meðal eru fulltrúar frá Element Energy, PowerCell, Scania, Solaris Bus og ThinkStep ásamt fjölda annarra.
Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar hér.

Nordic Hydrogen and Fuel Cells Conference verður haldin í Reykjavík 9.-10 október 2018

Hádegisfyrirlestur 13. september um skattlagningu ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis skilaðu nýverið skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. Skýrsla starfshópsins var gerð opinber 20. ágúst síðastliðinn og hana má finna hér.

Benedikt S. Benediktsson, formaður starfshópsins, mun á hádegisfyrirlestri Grænu orkunnar og Orkustofnunar 13. september gera grein fyrir megintillögum starfshópsins.

Fyrirlesturinn fer fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en erindi Benedikts mun hefjast klukkan 12:00 og stendur yfir í um hálftíma. Að því loknu mun gestum gefast tækifæri til að bera upp spurningar. Gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki klukkan 13:00.

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

automotive fuel pump reading at 242 pesos

Síðustu forvöð skráningar með afslætti á HFC Nordic

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig með svokölluðum early bird afslætti á Norrænu vetnisráðstefnuna HFC Nordic sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 9.-10. október næstkomandi. Skráningargjald hækkar eftir 15. september úr 18.000 í 24.000 krónur.

Dagskráin hefst á heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem skoðaður verður rafgreinir Orku náttúrunnar en hann framleiðir vetni fyrir vetnisstöðvar Orkunnar sem opnaðar voru í júní síðastliðnum. Ráðstefnan sjálf er frá hádegi til hádegis og býður meðal annars upp á fyrirlestra fulltrúa Hyundai, Nel Hydrogen, PowerCell, Scania, Thinkstep og Toyota svo fáeinir séu nefndir. 6.000 króna afsláttur af ráðstefnugjöldum er í boði fyrir þá sem ganga frá skráningu fyrir 15. september. Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar hér. Upplýsingar veitir Anna Margrét Kornelíusdóttir í tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is og í síma 863-6506.

Nordic Hydrogen and Fuel Cells Conference verður haldin í Reykjavík 9.-10 október 2018