Fyrirlestur norska rafbílasambandsins 10. apríl

Árangur Norðmanna í rafbílavæðingu er alþekktur um allan heim. Á einungis 7 árum hefur fjöldi vistvænna bifreiða þar í landi aukist úr innan við 10.000 í tæplega 250.000 en fjöldi hreinna rafbíla nam 162.500 í lok árs 2018. Árangur þennan má einkum þakka víðtækum ívilnunum til langs tíma sem kaupendur þessara bíla hafa notið og einhugar stjórnvalda um að liðka fyrir upptöku vistvænna bíla.

Þann 10. apríl næstkomandi mun Erik Lorentzen frá norska rafbílasambandinu (Norsk elbilforening) halda fyrirlestur um rafbílavæðingu Noregs og næstu skref til framtíðar. Viðburðurinn fer fram í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Húsið opnar klukkan 11:30 en formleg dagskrá fer fram milli 12 og 13.
Aðgangur er ókeypis og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Sjá nánar í viðburði á Facebook.

Norðmenn styðja við vetnisvæðingu ferja

Image result for fiskerstrand hydrogen ferge

Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.

Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.

Metan: vannýtt auðlind á Íslandi

Related image

Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Leigubílar í Danmörku verða hreinorkubifreiðar

Nýlega var skrifað undir samkomulag þess efnis að allir leigubílar í Danmörku yrðu hreinorkubílar (e. emission free) frá og með 2025 og ívilnanir fyrir græna leigubíla sem taka gildi strax. Þetta er mikilvægt skref í átt að grænni samgöngum, sér í lagi í borgum, þar sem umferð leigubíla er umtalsverð, segir Tejs Laustsen Jensen, forstjóri Hydrogen Denmark.

Sjá nánar í fréttatilkynningu og á vefsíðu HD.

Samtaka farþegaskipaútgerða stefna að samdrætti í losun fyrir 2030

Alþjóðastofnun útgerða farþegaskipa (CLIA) hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2030, miðað við losunargildi flotans árið 2008. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref sem tekið er innan skipaiðnaðarins en mengun farþegaskipa hefur verið ofarlega á baugi í umræðu um loftslagsmál um nokkra hríð.

Sjá nánar í tilkynnigu CLIA og frétt World Maritime News.

Zero Emission Bus Conference Köl, 27.-8. nóvember

Græna orkan vill vekja athygli á Zero Emission Bus Conference, ráðstefnu um  hreinorkustrætisvagna, sem haldin verður í Köln í Þýskalandi dagana 27.-28. nóvember næstkomandi. Þar verður boðið upp á gríðarlega metnaðarfulla og áhugaverða dagskrá sem undirstrikar vegferð okkar í átt að kolefnishlutleysi. Enn er opið fyrir skráningu!

Logo

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig!

Græna orkan vill vekja athygli á tveimur ráðstefnum um vistvæna orku sem fara fram í næstu viku, hvor á eftir annarri, dagana 9.-11. október, á Grand Hótel Reykjavík.

Nordic Hydrogen and Fuel Cell Conference
https://www.altenergy.info/#welcome-hfcnordic
fjallar um notkun vetnis í samgöngum 9.-10. október.

Making Marine Applications Greener, ráðstefna um notkun vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi, tekur svo við frá hádegi til hádegis 10.-11. október.
https://www.altenergy.info/#welcome-mmag
Sjá nánar um ráðstefnurnar á vefsíðu.

Hádegisfyrirlestur 13. september um skattlagningu ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis skilaðu nýverið skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. Skýrsla starfshópsins var gerð opinber 20. ágúst síðastliðinn og hana má finna hér.

Benedikt S. Benediktsson, formaður starfshópsins, mun á hádegisfyrirlestri Grænu orkunnar og Orkustofnunar 13. september gera grein fyrir megintillögum starfshópsins.

Fyrirlesturinn fer fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en erindi Benedikts mun hefjast klukkan 12:00 og stendur yfir í um hálftíma. Að því loknu mun gestum gefast tækifæri til að bera upp spurningar. Gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki klukkan 13:00.

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

automotive fuel pump reading at 242 pesos

Vetnisbíll ekur 536 á einum tanki

Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.

Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!

Ökumaðurinn, Helgi Dan Steinsson t.v. og aðstoðarmaður t.h., Hjálmar Árnason