Vefviðburður 9. júní: Rafvæðing hafna á Íslandi

May be an image of body of water

Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.

Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.

Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.

Glærur Kjartans má nálgast hér:

320 milljónir til orkuskipta á árinu 2021

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum,
💡 annars vegar til orkuskipta
🔌 og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva
Græna orkan fagnar þessu framtaki mjög – sjá auglýsingu Orkusjóðs hér fyrir neðan og nánar í meðfylgjandi hlekk.

Samræmingarfundur aðila í orkuskiptum

Mynd: Kamma Thordarson

Nú í vikunni fór fram samræmingarfundur nokkurra aðila sem eiga það sammerkt að vinna að orkuskiptum hér á landi.

Þátttakendur voru Græna orkan, Grænvangur – samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir, Íslensk NýOrkaOrkuklasinn, Orkuskiptahópur Samorku og fulltrúar frá

Líflegar umræður sem stýrt var af Manino drógu fram helstu áherslur félaganna í dag og nauðsynleg skref til þess að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og áform um kolefnishlutleysi 2040.

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum í gær, 23. júní. Með aðgerðunum er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005.

46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

 

200 milljónir til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.

Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætlað er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar

Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Loks verður 30 milljónum króna varið í styrki fyrir hleðslustöðvar við gististaði og veitingastaði.

Ákvörðun ráðherranna byggir á tillögum starfshóps sem ráðherrarnir skipuðu síðastliðið haust. Starfshópurinn leitaði samstarfs við Grænu orkuna- samstarfsvettvang um orkuskipti, til að byggja á bestu mögulegu upplýsingum um hvaða nýir innviðir geti best hraðað orkuskiptum, hvort sem þeir eru á landi eða í haftengdri starfsemi. Tillögurnar byggja að miklu leyti á framlagi úr þeirri hugmyndavinnu sem stór hópur úr atvinnulífinu kom að.

Frétt Stjórnarráðsins í heild sinni má lesa hér.

Hér má finna skýrslu Grænu orkunnar og skýrslu starfshóps ráðuneyta er að finna hér.

Mengunarlaus gata í London

Næsta vor mun Lundúnaborg hrinda af stað 18 mánaða tilraunaverkefni sem snýst um að loka einni götu, Beech Street, fyrir umferð allra bíla nema hreinorkubíla (e. zero emission). Einnig verður leyfð hefðbundin umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Tilgangurinn er sá að draga úr mengun í borginni og verða áhrif á loftgæði og umferð mæld á meðan á verkefninu stendur.

Sjá nánar í grein Climate Action.

Opinn samráðsfundur Grænu orkunnar 30. október

Snemma í haust fól samstarfshópur ráðuneyta Grænu orkunni, Samstarfsvettvangi um orkuskipti, að móta tillögur að forgangsröðun verkefna er varða orkuskipti og útfærslu fjármagns fyrir árið 2020.

Græna orkan hefur undanfarnar vikur fundað með haghöfum með það fyrir augum að draga fram hvar mest er þörf á innviða uppbyggingu sem greitt getur fyrir orkuskiptum í samgöngum og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Tillögurnar lúta að innviðalausnum er varða fólksbíla, hópbifreiðar, landflutninga og vinnuvélar og loks hafnir og haftengda starfsemi og verða kynntar í þessari röð á fundinum.

Áður en tillögum er skilað til starfshóps ráðuneyta, vill Græna orkan gefa almenningi og öllum þeim sem áhuga hafa á orkuskiptum tækifæri til að kynna sér efni þeirra á opnum fundi, veita umsögn og endurgjöf. Dagskráin verður eftirfarandi:

09:00 Kynning verkefnis
09:10 Kynning á starfi samstarfshóps ráðuneyta
09:15 Drög að tillögum fólksbílahóps kynnt
09:45 Drög að tillögum hópbifreiðahóps kynnt
10:15 Kaffihlé
10:30 Drög að tillögum hóps um landflutninga og vélar kynnt
11:00 Drög að tillögum um hafnir og skip kynnt
11:30 Almennar umræður og samantekt
12:00 Fundarslit

Samráðsfundurinn 30. október næstkomandi er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Samantekt UST um stefnur, aðgerðir og framreiknaða losun Íslands til 2035

Skýrsla sem tók saman stefnur og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum ásamt framreiknaðri losun til 2035 og unnin var af sérfræðingum Umhverfisstofnunar (UST) var skilað til Evrópusambandins í mars á þessu ári. Nokkru seinna var unninn útdráttur á íslensku og skýrslan birt almenningi á vef UST. Hér má nálgast hvort tveggja undir fyrirsögninni Skýrsla um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands.

Mynd úr skýrslu Umhverfisstofnunar um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands (maí 2019)

Græna orkan hvetur alla til að kynna sér hvort tveggja enda um mikilvægt málefni að ræða. Samkvæmt fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2018-2030, er líklegt að Ísland þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um eina milljón tonna CO2 eininga til átrsins 2030. Það er því áríðandi að samfélagið allt þurfi að leggja sitt á vogarskálarnar og frumkvæði fyrirtækja, sveitarstjórna, félagasamtaka skiptir þar miklu.

Rafmagnsbílar þykja of hljóðlátir

Samkvæmt nýjum ESB reglum munu nýir rafbílar þurfa að gefa frá sér falskt vélarhljóð við vissar aðstæður. Þetta kemur til af því að rafbílar hafa valdið gangandi vegfarendum vandræðum, sér í lagi blindum og sjónskertum. Því munu rafbílar, frá og með árinu 2021, vera búnir búnaði sem gefur frá sér hljóð, sem líkir eftir hefbundnu vélarhljóði, þegar bílar bakka eða fara á minna en 19 kílómetra hraða á klukkustund.

Sjá nánar í frétt á vb.is og BBC.

Útgáfu- og umræðufundur um Vegvísi Hafsins Öndvegisseturs

Græna orkan vekur athygli á opnum fundi Hafsins – Öndvegisseturs á morgun, föstudagin 7. júní kl. 13:30-15:00 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Nú er komið að útgáfu Vegvísis um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi, sem Hafið – Öndvegissetur hefur unnið að síðustu misserin.

Vegvísinum er ætlað að gefa yfirsýn yfir tiltekna þætti og vonast er til að hann veiti góðan umræðugrundvöll um þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir og best verða leyst með samstarfi, þvert á samfélagið.

Vegvísirinn hefur verið gefinn út á prenti og verður honum dreift á fundinum og rafræn útgáfa gerð aðgengileg.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta, kynna sér Vegvísi Hafsins og taka þátt í áhugaverðum umræðum um málefnin. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir en að honum loknum verður upptaka aðgengileg hér.