N1 mun brátt hefja sölu á skipaolíu með 0,1% brennisteinsinnihald

N1 mun frá næstu áramótum selja til íslenska skipaflotans olíu með 0,1% brennisteinsinnihaldi í stað MDO (marine diesel oil) sem inniheldur 0,25% brennistein.

Framund­an eru breyt­ing­ar á leyfilegu brennisteinsinnihaldi skipaeldsneytis. Í árs­byrj­un 2020 tekur gildi ný reglu­gerð, IMO 2020, en í henni fel­st að veru­lega verði dregið úr brenni­steins­inni­haldi á svartol­íu.  Nú má innihaldið mest vera 3,5% en frá og með 1. janú­ar 2020 á olían inni­halda að há­marki 0,5% brenni­stein.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Opel Corsa verður rafbíll

Næsta útgáfa Opel Corsa bifreiðarinnar verður rafdrifin en Michael Lohscheller, framkvæmdastjóri Opel/Vauxhall, staðhæfir að allar týpur Vauxhall og Opel mun að einhverju leyti verða rafdrifnar – hvort sem er tvinnbílar eða hreinir rafbílar – árið 2024. Ráðgert er að rafmagns útgáfa Opel Corsa komi á markað 2019 eða 2020.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is og CarBuyer.

Þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarið ár unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráning til þátttöku fer fram á vef Samorku.

Snemmskráningu á HFC Nordic lýkur 15. september

Síðasti dagur snemmskráningar á HFC Nordic, Norrænu vetnisráðstefnuna er 15. september en eftir það hækkar þátttökugjald um 6000 krónur. Ert þú búin(n) að tryggja þér sæti?
Á dagskrá verða fyrirlestrar frá helstu vetnissérfræðingum Evrópu, sem vinna að orkuskiptum, hver á sinn hátt. Þeirra á meðal eru fulltrúar frá Element Energy, PowerCell, Scania, Solaris Bus og ThinkStep ásamt fjölda annarra.
Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar hér.

Nordic Hydrogen and Fuel Cells Conference verður haldin í Reykjavík 9.-10 október 2018

Hádegisfyrirlestur 13. september um skattlagningu ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis skilaðu nýverið skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. Skýrsla starfshópsins var gerð opinber 20. ágúst síðastliðinn og hana má finna hér.

Benedikt S. Benediktsson, formaður starfshópsins, mun á hádegisfyrirlestri Grænu orkunnar og Orkustofnunar 13. september gera grein fyrir megintillögum starfshópsins.

Fyrirlesturinn fer fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en erindi Benedikts mun hefjast klukkan 12:00 og stendur yfir í um hálftíma. Að því loknu mun gestum gefast tækifæri til að bera upp spurningar. Gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki klukkan 13:00.

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

automotive fuel pump reading at 242 pesos

Síðustu forvöð skráningar með afslætti á HFC Nordic

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig með svokölluðum early bird afslætti á Norrænu vetnisráðstefnuna HFC Nordic sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 9.-10. október næstkomandi. Skráningargjald hækkar eftir 15. september úr 18.000 í 24.000 krónur.

Dagskráin hefst á heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem skoðaður verður rafgreinir Orku náttúrunnar en hann framleiðir vetni fyrir vetnisstöðvar Orkunnar sem opnaðar voru í júní síðastliðnum. Ráðstefnan sjálf er frá hádegi til hádegis og býður meðal annars upp á fyrirlestra fulltrúa Hyundai, Nel Hydrogen, PowerCell, Scania, Thinkstep og Toyota svo fáeinir séu nefndir. 6.000 króna afsláttur af ráðstefnugjöldum er í boði fyrir þá sem ganga frá skráningu fyrir 15. september. Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar hér. Upplýsingar veitir Anna Margrét Kornelíusdóttir í tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is og í síma 863-6506.

Nordic Hydrogen and Fuel Cells Conference verður haldin í Reykjavík 9.-10 október 2018

CRI hlaut umhverfisverðlaunin Energy Globe Awards

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut nýverið verðlaunin Energy Globe Awards fyrir nýsköpun í þágu loftlagsverndar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. CRI hlaut verðlaunin fyrir ETL tæknilausn sína sem talin er gagnast við að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum, minnka losun koltvísýrings frá margskonar iðnaði og stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Sjá nánar í fréttablaðinu.

Vetnisbíll ekur 536 á einum tanki

Líkt og kunnugt er voru í byrjun sumars opnaðar tvær vetnisstöðvar á vegum Orkunnar, ein í Reykjavík og önnur í Reykjanesbæ. Á sama tíma voru vígðir 10 nýir vetnisbílar sem aka nú um götur landsins.

Keilir var eitt þeirra fyrirtækja sem tryggði sér vetnisbíl af gerðinni Hyundai ix35. Nýverið ákváðu þeir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis og Helgi Dan Steinsson, umsjónarmaður fasteigna hjá Keili, að kanna hversu langt þeir kæmust á vetnistanki. Óku þeir eftirfarandi leið án viðkomu til að fylla á vetnistankinn: Ásbrú – Ártúnshöfði – Vík í Mýrdal (um Þrengsli) – Ásbrú (um Hellisheiði og Reykjavík). Þetta voru alls 536 km á einum tanki – geri aðrir betur!

Ökumaðurinn, Helgi Dan Steinsson t.v. og aðstoðarmaður t.h., Hjálmar Árnason