Rafmagnsbílar þykja of hljóðlátir

Samkvæmt nýjum ESB reglum munu nýir rafbílar þurfa að gefa frá sér falskt vélarhljóð við vissar aðstæður. Þetta kemur til af því að rafbílar hafa valdið gangandi vegfarendum vandræðum, sér í lagi blindum og sjónskertum. Því munu rafbílar, frá og með árinu 2021, vera búnir búnaði sem gefur frá sér hljóð, sem líkir eftir hefbundnu vélarhljóði, þegar bílar bakka eða fara á minna en 19 kílómetra hraða á klukkustund.

Sjá nánar í frétt á vb.is og BBC.

Volvo og DFDS prófa sjálfkeyrandi trukka

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hóf árið 2018 að þróa sjálfkeyrandi trukka en hefur nú tekið höndum saman með DFDS, dönsku ferju- og flutningsfyrirtæki, og hafið prófanir innan athafnasvæðis Gautaborgarhafnar. Mikael Karlsson hjá Volvo segir flutning með þessum hætti, með tækni sem ver lágmarks hávaða og engan útblástur, verða æ veigameiri í framtíðinni enda sé ávinningur tækninnar mikill, bæði fyrir atvinnugreinina og samfélagið í heild.

Sjá nánar í grein GreenPort og Venturebeat.com.

Útgáfu- og umræðufundur um Vegvísi Hafsins Öndvegisseturs

Græna orkan vekur athygli á opnum fundi Hafsins – Öndvegisseturs á morgun, föstudagin 7. júní kl. 13:30-15:00 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Nú er komið að útgáfu Vegvísis um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi, sem Hafið – Öndvegissetur hefur unnið að síðustu misserin.

Vegvísinum er ætlað að gefa yfirsýn yfir tiltekna þætti og vonast er til að hann veiti góðan umræðugrundvöll um þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir og best verða leyst með samstarfi, þvert á samfélagið.

Vegvísirinn hefur verið gefinn út á prenti og verður honum dreift á fundinum og rafræn útgáfa gerð aðgengileg.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta, kynna sér Vegvísi Hafsins og taka þátt í áhugaverðum umræðum um málefnin. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir en að honum loknum verður upptaka aðgengileg hér.

CRI undirritar samning um verksmiðju í Kína

Sindri Sindrason, Chief Executive Officer of CRI (left) and Xinshun Wang, President of Shuncheng Group (right) signed the agreement with Jin Zhijian, ambassador of the People’s Republic of China to Iceland in attendance.

Sindri Sindrason, Chief Executive Officer of CRI (left) and Xinshun Wang, President of Shuncheng Group (right) signed the agreement with Jin Zhijian, ambassador of the People’s Republic of China to Iceland in attendance.

Íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gert samning við kínverska efnaframleiðandann Henan Shuncheng Groupum að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Verksmiðjan mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega.

Sjá nánar í frétt Viðskiptablaðsins og frétt á vefsíðu CRI.

Transport Research Arena 2020

Transport Research Arena 2020 (eða TRA2020) er stærsta tækniráðstefna Evrópu um samgöngur. Á næsta ári verður hún haldin í Helsinki undir yfirskriftinni “Transport and mobility (r)evolution for smart, green and integrated society”.

Kallað hefur verið eftir erindum og skilafrestur ágripa er 31. maí næstkomandi. Sjá nánar á vefsíðu ráðstefnunnar og hér fyrir neðan á ensku.

Now is the time to submit your work to the TRA2020 in Helsinki!

Transport Research Arena (TRA) is the foremost European transport event that covers all transport modes and all aspects of mobility. The next edition of this biennial event will be held in Helsinki on the 27-30 of April in 2020. Under the conference theme “Rethinking transport – towards clean and inclusive mobility” TRA2020 will focus on rethinking how with means of research and innovation, we can offer solutions what citizens are calling for.

TRA offers a great venue for researchers, policy makers and industry representatives to get together and contribute to the discussion on how research and innovation can  and how it should re-shape the mobility system. The conference provides a unique opportunity to hear about mobility trends in different parts of Europe, learn from achievements in industry as well as share best practices of policies and deployments.

Call for Submission deadline extended until May 31

Based on a number of extension requests, the deadline for both journal and conference track papers are extended until May 31. The scientific and technical sessions will comprise of research papers, the best of which will be published in peer-reviewed journals. All accepted papers will be included in the conference proceedings.

You are welcome to submit a short conference paper or a full-length journal paper. A short conference paper consists of 2 – 4 pages, and as approved, entitles you to a reduced admission fee at the TRA2020. Please see our web page for the Call for submissions for full information and submit your work through the online submission system Ex Ordo.

Aðalfundur Grænu orkunnar

Aðalfundur Grænu orkunnar fór fram miðvikudaginn 10. apríl síðastliðinn. Á fundinum voru tveir nýir stjórnarmenn kjörnir sem munu sitja í tvö ár fyrir hönd atvinnulífsins en það voru þau Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, og María Jóna Magnúsdóttir, Bílgreinasambandinu. Græna orkan býður þau velkomin til starfa og þakkar jafnframt Gunnari Páli Stefánssyni hjá Mannviti fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin tvö ár.

Að loknum aðalfundinum hélt Erik Lorentzen, Norska rafbílasambandinu fyrirlestur um þróun rafbílavæðingar í Noregi og næstu skref hennar til framtíðar. Um 70 manns mættu á fyrirlesturinn en einnig var streymt frá fundinum í beinni útsendingu á Facebook. Hér má finna upptöku af fyrirlestrinum og hér má nálgast glærur Eriks á pdf sniðmáti.

Fyrirlestur norska rafbílasambandsins 10. apríl

Árangur Norðmanna í rafbílavæðingu er alþekktur um allan heim. Á einungis 7 árum hefur fjöldi vistvænna bifreiða þar í landi aukist úr innan við 10.000 í tæplega 250.000 en fjöldi hreinna rafbíla nam 162.500 í lok árs 2018. Árangur þennan má einkum þakka víðtækum ívilnunum til langs tíma sem kaupendur þessara bíla hafa notið og einhugar stjórnvalda um að liðka fyrir upptöku vistvænna bíla.

Þann 10. apríl næstkomandi mun Erik Lorentzen frá norska rafbílasambandinu (Norsk elbilforening) halda fyrirlestur um rafbílavæðingu Noregs og næstu skref til framtíðar. Viðburðurinn fer fram í sal Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1. Húsið opnar klukkan 11:30 en formleg dagskrá fer fram milli 12 og 13.
Aðgangur er ókeypis og fundurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

Sjá nánar í viðburði á Facebook.

Dagur verkfræðinnar 22. mars

Fánar VFÍ við hótel Nordica

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir degi verkfræðinnar næstkomandi föstudag, 22. mars, á Hilton Reykjavík Nordica. Í boði eru fjölmargir fyrirlestrar tengdir orkuskiptum og vistvænni orku í afar metnaðarfullri og áhugaverðri dagskrá. Sjá nánari upplýsingar hér í hlekk.

Hádegisfyrirlestur 15. mars um lífeldsneyti

No photo description available.

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00.

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Fleiri erindi um lífeldsneyti verða staðfest á næstu dögum.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.

Mikilvægt að hlaða rafbíl rétt

Það er afar mikilvægt að rafbílaeigendur fari rétt að við hleðslu bifreiða sinna og samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og Mannvirkjastofnuna. Vert er að minna á það nú þegar tveir rafbílar brunnu til kaldra kola við Kjalarvog í vikunni vegna rangrar hleðsluaðferðar. Í tilefni af þessu sendi BL frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.

Hér má finna leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun um hleðslu rafbíla og raflagnir.