Norðmenn styðja við vetnisvæðingu ferja

Image result for fiskerstrand hydrogen ferge

Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.

Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.

Spá Danski Energi um endurnýjanlega orkugjafa 2019

Related image

Samtök danskra orkufyrirtækja  kynntu nýverið árlega spá sína um þróun endurnýjanlegra orkugjafa. Nokkur lykilatriða skýrslunnar eru eftirfarandi:

  1. Rafvæðing mun skipa veigamikinn sess í samdrætt í notkun jarðefnaeldsneytis í orkukerfinu.
  2. Forsendur umfangsmikilla orkuskipta felast meðal annars í stórfelldri verðlækkun á vindtúrbínum og sólarrafhlöðum, áframhaldandi nýsköpun ásamt fráhvarfi frá kolanýtingu.
  3. Hátt kolefnisverð er grundvallarforsenda framboðs á nægu grænu grænu rafmagni.

Sjá nánar í umfjöllun State of Green og hér má finna skýrsluna sjálfa (á dönsku).

 

13. febrúar: Hádegisfyrirlestur um vistvænar almenningssamgöngur

Rafmagnsstrætó til sýnis við Hörpu í maí 2018. Mynd: AMK.

Nú líður að fyrsta hádegisfyrirlestri ársins 2019 um orkuskipti sem Orkustofnun og Græna orkan standa í sameiningu að. Að þessu sinni verða vistvænar almenningssamgöngur til umfjöllunar. Tveir fyrirlesarar munu halda stutt erindi:

Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs
Lilja Guðríður Karlsdóttir, verkefnastjóri Borgarlínu

Sem fyrr, verður fyrirkomulagið með þeim hætti að húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00. Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á Facebook viðburði.

Uppfært 13. febrúar: glærur Jóhannesar og Lilja eru nú aðgengilegar hér fyrir ofan.

Skilafrestur tillagna að langtíma orkustefnu er til 1. febrúar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Samráðsferli er nú opið og hægt er að senda tillögur, hugmyndir og ábendingar í gegnum Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Skilafrestur er il 1. febrúar næstkomandi.

Sjá nánar um málið hér á vef Stjórnarráðsins.

Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.

Þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar

Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa undanfarið ár unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráning til þátttöku fer fram á vef Samorku.

Zero Emission Bus Conference Köl, 27.-8. nóvember

Græna orkan vill vekja athygli á Zero Emission Bus Conference, ráðstefnu um  hreinorkustrætisvagna, sem haldin verður í Köln í Þýskalandi dagana 27.-28. nóvember næstkomandi. Þar verður boðið upp á gríðarlega metnaðarfulla og áhugaverða dagskrá sem undirstrikar vegferð okkar í átt að kolefnishlutleysi. Enn er opið fyrir skráningu!

Logo

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig!

Græna orkan vill vekja athygli á tveimur ráðstefnum um vistvæna orku sem fara fram í næstu viku, hvor á eftir annarri, dagana 9.-11. október, á Grand Hótel Reykjavík.

Nordic Hydrogen and Fuel Cell Conference
https://www.altenergy.info/#welcome-hfcnordic
fjallar um notkun vetnis í samgöngum 9.-10. október.

Making Marine Applications Greener, ráðstefna um notkun vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi, tekur svo við frá hádegi til hádegis 10.-11. október.
https://www.altenergy.info/#welcome-mmag
Sjá nánar um ráðstefnurnar á vefsíðu.

Hádegisfyrirlestur 13. september um skattlagningu ökutækja og eldsneytis

Starfshópur sem unnið hefur að endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis skilaðu nýverið skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra. Hópurinn var skipaður í febrúar 2016 og var falið að rannsaka núverandi fyrirkomulag og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis, leggja til breytingar á gildandi lögum og gera tillögu að framtíðarstefnu stjórnvalda í þessum efnum. Skýrsla starfshópsins var gerð opinber 20. ágúst síðastliðinn og hana má finna hér.

Benedikt S. Benediktsson, formaður starfshópsins, mun á hádegisfyrirlestri Grænu orkunnar og Orkustofnunar 13. september gera grein fyrir megintillögum starfshópsins.

Fyrirlesturinn fer fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna. Húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en erindi Benedikts mun hefjast klukkan 12:00 og stendur yfir í um hálftíma. Að því loknu mun gestum gefast tækifæri til að bera upp spurningar. Gert er ráð fyrir að formlegri dagskrá ljúki klukkan 13:00.

Fundarstjóri verður Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

automotive fuel pump reading at 242 pesos