CRI sigrar Sparkup Challenge í Finnlandi

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International fagnaði sigri í Finnlandi í ...

Mynd frá viðtöku verðlauna í Sparkup challenge. Ljósmyndi: CRI.

Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í alþjóðlegri ný­sköp­un­ar­sam­keppni, Sparkup chal­lenge, sem Wärtsilä stóð fyr­ir í Finn­landi.

Keppn­in miðaði að því að finna þá tækni­lausn sem svar­ar best áskor­un­um sveiflu­kenndr­ar fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku.

Sjá nánar í frétt mbl.is og á vefsíðu CRI.

Leigubílar í Danmörku verða hreinorkubifreiðar

Nýlega var skrifað undir samkomulag þess efnis að allir leigubílar í Danmörku yrðu hreinorkubílar (e. emission free) frá og með 2025 og ívilnanir fyrir græna leigubíla sem taka gildi strax. Þetta er mikilvægt skref í átt að grænni samgöngum, sér í lagi í borgum, þar sem umferð leigubíla er umtalsverð, segir Tejs Laustsen Jensen, forstjóri Hydrogen Denmark.

Sjá nánar í fréttatilkynningu og á vefsíðu HD.

Viðburðir framundan í janúar

Image result for events

Hér er stutt yfirlit yfir viðburði tengdum umhverfismálum og orkuskiptum sem fara fram á næstu dögum.

17. janúar 8:30-12:15 Harpa Janúarráðstefna Festu

18. janúar 8:30-11:15 Harpa Umhverfisráðstefna Gallup

23. janúar 8-10 Grand Hótel Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni Sjálfbærnimarkmið SÞ og samfélagsábyrgð tæknistétta

24. janúar 13-15 Grensásvegur 9 Ísorka stendur fyrir fundi sem ber heitið Snjallvæðing rafbílahleðslu á Íslandi

24. janúar 13-15 Skúlagötu 4 Íslensk NýOrka og Hafið kynna Aðgerðaáætlun um orkuskipti í íslenskum höfnum

Skilafrestur tillagna að langtíma orkustefnu er til 1. febrúar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Samráðsferli er nú opið og hægt er að senda tillögur, hugmyndir og ábendingar í gegnum Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Skilafrestur er il 1. febrúar næstkomandi.

Sjá nánar um málið hér á vef Stjórnarráðsins.

Samtaka farþegaskipaútgerða stefna að samdrætti í losun fyrir 2030

Alþjóðastofnun útgerða farþegaskipa (CLIA) hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2030, miðað við losunargildi flotans árið 2008. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref sem tekið er innan skipaiðnaðarins en mengun farþegaskipa hefur verið ofarlega á baugi í umræðu um loftslagsmál um nokkra hríð.

Sjá nánar í tilkynnigu CLIA og frétt World Maritime News.

N1 mun brátt hefja sölu á skipaolíu með 0,1% brennisteinsinnihald

N1 mun frá næstu áramótum selja til íslenska skipaflotans olíu með 0,1% brennisteinsinnihaldi í stað MDO (marine diesel oil) sem inniheldur 0,25% brennistein.

Framund­an eru breyt­ing­ar á leyfilegu brennisteinsinnihaldi skipaeldsneytis. Í árs­byrj­un 2020 tekur gildi ný reglu­gerð, IMO 2020, en í henni fel­st að veru­lega verði dregið úr brenni­steins­inni­haldi á svartol­íu.  Nú má innihaldið mest vera 3,5% en frá og með 1. janú­ar 2020 á olían inni­halda að há­marki 0,5% brenni­stein.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfnum erlendis fjölgar sem veit afslátt fyrir umhverfisframmistöðu

Það verður æ algengara að hafnir víða um heim veiti þeim skipum afslátt sem leggja sig fram við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarefna og er þá gjarnan miðað við einkunn skipsins samkvæmt ESI stuðlinum (Environmental Ship Index). Í þessari frétt frá GreenPort segir frá áformum Tallinn hafnar í Eistlandi, sem hyggst veita viðskiptavinum allt að 8% afslátt af lestargjöldum sem hafa hlotið ESI stuðul yfir 80.

Mynd eftir Julie North á Unsplash

Opel Corsa verður rafbíll

Næsta útgáfa Opel Corsa bifreiðarinnar verður rafdrifin en Michael Lohscheller, framkvæmdastjóri Opel/Vauxhall, staðhæfir að allar týpur Vauxhall og Opel mun að einhverju leyti verða rafdrifnar – hvort sem er tvinnbílar eða hreinir rafbílar – árið 2024. Ráðgert er að rafmagns útgáfa Opel Corsa komi á markað 2019 eða 2020.

Sjá nánar í umfjöllum mbl.is og CarBuyer.

Hádegisviðburður GO og OS hlýtur viðurkenninguna “Viðburður í jafnvægi” frá KÍO

Viðburður Grænu orkunnar og Orkustofnunar hefur hlotið viðurkenningu fyrir að vera viðburður í jafnvægi en um er að ræða viðurkenningu stjórnar Kvenna í orkumálum. Viðburðurinn sem hlýtur viðurkenninguna verður haldinn næstkomandi fimmtudag 22. nóvember í Orkugarði, Grensásvegi 9 kl. 11.30-13.00 og ber yfirskriftina Orkuskipti: þáttur fluggeirans og framtíðarhorfur.

Stjórn félagsins Konur í orkumálum hrinti nú í haust af stað verkefninu „Viðburður í jafnvægi“. Félagið hefur skoðað skiptingu kynja meðal fyrirlesara og fundarstjóra á viðburði GO og OS 22. nóvember og gleðst yfir því að kynjajafnrétti sé í hávegum haft. Félagið vill því lýsa því yfir að þessi viðburður flokkast sem „Viðburður í jafnvægi“ og hlýtur þar með Jafnréttisstimpil Kvenna í orkumálum.

Á vef félagsins Konur í orkumálum er hægt að lesa nánar um jafnréttisstimpilinn.