300 milljóna aukaframlagi varið til orkuskipta

close-up photo of gree nleaf

Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.

Gert er ráð fyrir að 300 milljónum verði varið til verkefna vegna orkuskipta.

  • Um tveir þriðju þess fjármagns eiga að stuðla að frekari rafvæðingu hafna (210 milljónir)
  • Ráðist verður í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu (10 milljónir)
  • Greindar verða hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga (20 milljónir)
  • Möguleikar til orkuskipta í þungaflutningum verða rannsakaðir (10 milljónir)
  • Eins verða styrkir veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins (50 milljónir)

Sjá nánar í frétt á ruv.is og vef Stjórnarráðsins. Græna orkan fagnar því að aukið fjármagn sé lagt til orkuskipta!

200 milljónir til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.

Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætlað er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar

Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starfsemi.

Loks verður 30 milljónum króna varið í styrki fyrir hleðslustöðvar við gististaði og veitingastaði.

Ákvörðun ráðherranna byggir á tillögum starfshóps sem ráðherrarnir skipuðu síðastliðið haust. Starfshópurinn leitaði samstarfs við Grænu orkuna- samstarfsvettvang um orkuskipti, til að byggja á bestu mögulegu upplýsingum um hvaða nýir innviðir geti best hraðað orkuskiptum, hvort sem þeir eru á landi eða í haftengdri starfsemi. Tillögurnar byggja að miklu leyti á framlagi úr þeirri hugmyndavinnu sem stór hópur úr atvinnulífinu kom að.

Frétt Stjórnarráðsins í heild sinni má lesa hér.

Hér má finna skýrslu Grænu orkunnar og skýrslu starfshóps ráðuneyta er að finna hér.

14 húsfélög fengu styrk fyr­ir hleðslu­stöðvar

Alls var um 19,5 millj­ón­um króna út­hlutað úr styrkt­ar­sjóði til fjór­tán hús­fé­laga í Reykja­vík á síðasta ári vegna upp­setn­ing­ar hleðslu­búnaðar fyr­ir raf­bíla á lóðum fjöleign­ar­húsa.

Um er að ræða sjóð á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur sem liðka á fyr­ir stór­felldri upp­bygg­ingu innviða í borg­inni fyr­ir raf­bíla­eig­end­ur. Hvor aðili um sig legg­ur 20 millj­ón­ir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 millj­ón­ir króna.

Úthlutun Orkusjóðs vegna hleðslustöðva við gististaði

Nýverið úthlutaði Orkusjóður styrkjum til uppsetningar hleðslustöðva við hótel og gististaði víða um land, þar sem hægt verður að hlaða ríflega 110 rafbíla á hverjum tíma. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og uppbyggingu innviða vegna orkuskipta í samgöngum. Staðsetningar hleðslustöðvanna eru merktar með grænu á meðfylgjandi korti en nánar má lesa um úthlutunina á vefsíðu Orkustofnunar.

Opinn samráðsfundur Grænu orkunnar 30. október

Snemma í haust fól samstarfshópur ráðuneyta Grænu orkunni, Samstarfsvettvangi um orkuskipti, að móta tillögur að forgangsröðun verkefna er varða orkuskipti og útfærslu fjármagns fyrir árið 2020.

Græna orkan hefur undanfarnar vikur fundað með haghöfum með það fyrir augum að draga fram hvar mest er þörf á innviða uppbyggingu sem greitt getur fyrir orkuskiptum í samgöngum og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda.

Tillögurnar lúta að innviðalausnum er varða fólksbíla, hópbifreiðar, landflutninga og vinnuvélar og loks hafnir og haftengda starfsemi og verða kynntar í þessari röð á fundinum.

Áður en tillögum er skilað til starfshóps ráðuneyta, vill Græna orkan gefa almenningi og öllum þeim sem áhuga hafa á orkuskiptum tækifæri til að kynna sér efni þeirra á opnum fundi, veita umsögn og endurgjöf. Dagskráin verður eftirfarandi:

09:00 Kynning verkefnis
09:10 Kynning á starfi samstarfshóps ráðuneyta
09:15 Drög að tillögum fólksbílahóps kynnt
09:45 Drög að tillögum hópbifreiðahóps kynnt
10:15 Kaffihlé
10:30 Drög að tillögum hóps um landflutninga og vélar kynnt
11:00 Drög að tillögum um hafnir og skip kynnt
11:30 Almennar umræður og samantekt
12:00 Fundarslit

Samráðsfundurinn 30. október næstkomandi er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Upptaka frá metan viðburði 23. október

Viðburður Grænu orkunnar, Grænni byggðar og Orkustofnunar sem bar yfirskriftina Hvað á að gera við metanið? fór fram í Orkugarði í dag, 23. október. Um 60 gestir tóku þátt og hlýddu á fyrirlestrana fimm. Við viljum koma á framfæri þökkum til fyrirlesara fyrir áhugaverð erindi og fundarstjóra fyrir dygga tímastjórnun og spurningar. Fyrirlesarar voru:

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Stefán Þór Kristinsson, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu
Auður Nanna Baldvinsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og stjórnarformaður Grænu orkunnar
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg

Fundarstjóri var Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.

Hér fyrir neðan má nálgast upptöku frá viðburðinum.

 

Tesla opnar þjónustumiðstöð á Íslandi

white car on asphalt road during daytime

Mynd: Taun Stewart @Unsplash

Nýjustu heimildir – rakleiðis frá Elon Musk á Twitter – herma að Tesla muni opna þjónustumiðstöð á Íslandi þann 9. september næstkomandi. Samkvæmt vef Tesla er einnig von á öflugum hraðhleðslustöðvum framleiðandans á þremur stöðum á landinu, við Kirkjubæjarklaustur, Egilsstaði og Staðarskála. Sjá frétt RÚV.

Kolefnisspor rafbíla 4-4,5x minna en fyrir bíla sem nota jarðefnaeldsneyti

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi ...
Í morgun kynnti Orka náttúrunnar niðurstöður innlendrar rannsóknar á kolefnisspori rafbíla við íslenskar aðstæður. Meðal helstu atriða skýrslunnar er að heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Græna orkan fagnar þessu framtaki – skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um orkuskipti og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum!
Sjá nánar um skýrsluna á vefsíðu ON og í umfjöllun á mbl.is.

CRI undirritar samning um verksmiðju í Kína

Sindri Sindrason, Chief Executive Officer of CRI (left) and Xinshun Wang, President of Shuncheng Group (right) signed the agreement with Jin Zhijian, ambassador of the People’s Republic of China to Iceland in attendance.

Sindri Sindrason, Chief Executive Officer of CRI (left) and Xinshun Wang, President of Shuncheng Group (right) signed the agreement with Jin Zhijian, ambassador of the People’s Republic of China to Iceland in attendance.

Íslenska tækniþróunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hefur gert samning við kínverska efnaframleiðandann Henan Shuncheng Groupum að hanna verksmiðju byggða á tækni CRI til að framleiða umhverfisvænt eldsneyti og efnavöru í Kína. Verksmiðjan mun endurnýta um 150.000 tonn af koltvísýringi og öðrum útblæstri til framleiðslu á um 180.000 tonnum af metanóli og metangasi árlega.

Sjá nánar í frétt Viðskiptablaðsins og frétt á vefsíðu CRI.