Hádegisfyrirlestur 15. mars um lífeldsneyti

No photo description available.

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00.

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Fleiri erindi um lífeldsneyti verða staðfest á næstu dögum.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.

Mikilvægt að hlaða rafbíl rétt

Það er afar mikilvægt að rafbílaeigendur fari rétt að við hleðslu bifreiða sinna og samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og Mannvirkjastofnuna. Vert er að minna á það nú þegar tveir rafbílar brunnu til kaldra kola við Kjalarvog í vikunni vegna rangrar hleðsluaðferðar. Í tilefni af þessu sendi BL frá sér tilkynningu þar sem brýnt er fyrir eigendum og notendum rafbíla að standa rétt að hleðslu þeirra.

Hér má finna leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun um hleðslu rafbíla og raflagnir.

Norðmenn styðja við vetnisvæðingu ferja

Image result for fiskerstrand hydrogen ferge

Undanfarin ár hafa Norðmenn unnið að því hörðum höndum að draga úr kolefnisfótspori í samgöngu á landi og hafi og þar hefur norska Vegagerðin leikið lykilhlutverk, enda eru ferjur hluti af vegakerfi landsins. Síðan 2016 hafa nokkur verkefni sprottið upp sem miða að hönnun og smíði skipa sem ekki hafa í för með sér útblástur (e. zero emission) og ætluð eru til siglinga á lengri leiðum en þeim sem bátar búnir rafhlöðum geta sinnt. Þar má helst nefna verkefnið HYBRIDShip sem mun sjósetja vetnisferju árið 2020.

Nánar um þetta og þróun vetnis- og rafhlöðutækni fyrir skip í grein DNV GL, sem ber heitið Power ahead with hydrogen ferries.

Metan: vannýtt auðlind á Íslandi

Related image

Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Umfjöllun um vetnisbílinn Hyundai Nexo

Finnur Thorlacius, blaðamaður hjá Fréttablaðinu, reynsluók nýlega vetnsibílnum Hyundai Nexo. Hann segir meðal annars

Fyrir það fyrsta er geggjað að aka þessum Hyundai Nexo og svo er hann eins umhverfisvænn og hægt er að vera.
Hér má lesa greinina í heild sinni. Hyundai Nexo sem væntanlegur er til landsins á allra næstu vikum.

Spá Danski Energi um endurnýjanlega orkugjafa 2019

Related image

Samtök danskra orkufyrirtækja  kynntu nýverið árlega spá sína um þróun endurnýjanlegra orkugjafa. Nokkur lykilatriða skýrslunnar eru eftirfarandi:

  1. Rafvæðing mun skipa veigamikinn sess í samdrætt í notkun jarðefnaeldsneytis í orkukerfinu.
  2. Forsendur umfangsmikilla orkuskipta felast meðal annars í stórfelldri verðlækkun á vindtúrbínum og sólarrafhlöðum, áframhaldandi nýsköpun ásamt fráhvarfi frá kolanýtingu.
  3. Hátt kolefnisverð er grundvallarforsenda framboðs á nægu grænu grænu rafmagni.

Sjá nánar í umfjöllun State of Green og hér má finna skýrsluna sjálfa (á dönsku).

 

Samkeppni rafbílaframleiðenda harðnar

Volkswagen hef­ur unnið að nýrri tækni til höfuðs Tesla síðan síðla árs 2015. Ekki er þó um að ræða raf­magns­bíl held­ur bíl­grind sem ber nafnið MEB. Ætlunin er að 50 nýj­ar gerðir raf­magns­bíla verði smíðaðar utan um MED fyr­ir árið 2025. Þar að auki á VW í viðræðum við fjölda bíla­fram­leiðenda um að leyfa þeim að not­ast við nýju bíl­grind­ina. Það verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu ár.

Nánar um VW og samkeppni við Tesla í frétt mbl.is.

CRI sigrar Sparkup Challenge í Finnlandi

Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International fagnaði sigri í Finnlandi í ...

Mynd frá viðtöku verðlauna í Sparkup challenge. Ljósmyndi: CRI.

Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal (CRI) stóð uppi sem sig­ur­veg­ari í alþjóðlegri ný­sköp­un­ar­sam­keppni, Sparkup chal­lenge, sem Wärtsilä stóð fyr­ir í Finn­landi.

Keppn­in miðaði að því að finna þá tækni­lausn sem svar­ar best áskor­un­um sveiflu­kenndr­ar fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legr­ar orku.

Sjá nánar í frétt mbl.is og á vefsíðu CRI.

Leigubílar í Danmörku verða hreinorkubifreiðar

Nýlega var skrifað undir samkomulag þess efnis að allir leigubílar í Danmörku yrðu hreinorkubílar (e. emission free) frá og með 2025 og ívilnanir fyrir græna leigubíla sem taka gildi strax. Þetta er mikilvægt skref í átt að grænni samgöngum, sér í lagi í borgum, þar sem umferð leigubíla er umtalsverð, segir Tejs Laustsen Jensen, forstjóri Hydrogen Denmark.

Sjá nánar í fréttatilkynningu og á vefsíðu HD.

Skilafrestur tillagna að langtíma orkustefnu er til 1. febrúar

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Samráðsferli er nú opið og hægt er að senda tillögur, hugmyndir og ábendingar í gegnum Samráðsgátt Stjórnarráðsins. Skilafrestur er il 1. febrúar næstkomandi.

Sjá nánar um málið hér á vef Stjórnarráðsins.