Upptaka frá metan viðburði 23. október

Viðburður Grænu orkunnar, Grænni byggðar og Orkustofnunar sem bar yfirskriftina Hvað á að gera við metanið? fór fram í Orkugarði í dag, 23. október. Um 60 gestir tóku þátt og hlýddu á fyrirlestrana fimm. Við viljum koma á framfæri þökkum til fyrirlesara fyrir áhugaverð erindi og fundarstjóra fyrir dygga tímastjórnun og spurningar. Fyrirlesarar voru:

Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Stefán Þór Kristinsson, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu
Auður Nanna Baldvinsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og stjórnarformaður Grænu orkunnar
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg

Fundarstjóri var Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.

Hér fyrir neðan má nálgast upptöku frá viðburðinum.

 

Samantekt UST um stefnur, aðgerðir og framreiknaða losun Íslands til 2035

Skýrsla sem tók saman stefnur og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum ásamt framreiknaðri losun til 2035 og unnin var af sérfræðingum Umhverfisstofnunar (UST) var skilað til Evrópusambandins í mars á þessu ári. Nokkru seinna var unninn útdráttur á íslensku og skýrslan birt almenningi á vef UST. Hér má nálgast hvort tveggja undir fyrirsögninni Skýrsla um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands.

Mynd úr skýrslu Umhverfisstofnunar um stefnur og aðgerðir og framreiknaða losun Íslands (maí 2019)

Græna orkan hvetur alla til að kynna sér hvort tveggja enda um mikilvægt málefni að ræða. Samkvæmt fyrstu útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum 2018-2030, er líklegt að Ísland þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um eina milljón tonna CO2 eininga til átrsins 2030. Það er því áríðandi að samfélagið allt þurfi að leggja sitt á vogarskálarnar og frumkvæði fyrirtækja, sveitarstjórna, félagasamtaka skiptir þar miklu.

Kolefnisspor rafbíla 4-4,5x minna en fyrir bíla sem nota jarðefnaeldsneyti

Á grafinu sést hvernig fótspor bensín- og díselbíla fer stigvaxandi ...
Í morgun kynnti Orka náttúrunnar niðurstöður innlendrar rannsóknar á kolefnisspori rafbíla við íslenskar aðstæður. Meðal helstu atriða skýrslunnar er að heildarlosun rafbíls, frá framleiðslu að 220 þúsund km akstri við íslenskar aðstæður, er 4-4,5 sinnum minni en heildarlosun bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.
Græna orkan fagnar þessu framtaki – skýrslan er mikilvægt innlegg inn í umræðu um orkuskipti og skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum!
Sjá nánar um skýrsluna á vefsíðu ON og í umfjöllun á mbl.is.

Metan: vannýtt auðlind á Íslandi

Related image

Metan frá urðunarstað Sorpu er í dag sorglega vannýtt auðlind hér á landi og huga þarf að aukningu á nýtingu þess, sérstaklega í ljósi þess að framleiðsla þess mun tvöfaldast þegar gas- og jarðgerðarstöð höfuðborgarsvæðisins tekur til starfa á næsta ári. Þetta kemur fram í grein á vef Sorpu, sem birt var í liðinni viku. Greinina má lesa í heild sinni hér.

Samtaka farþegaskipaútgerða stefna að samdrætti í losun fyrir 2030

Alþjóðastofnun útgerða farþegaskipa (CLIA) hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í kolefnislosun fyrir árið 2030, miðað við losunargildi flotans árið 2008. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref sem tekið er innan skipaiðnaðarins en mengun farþegaskipa hefur verið ofarlega á baugi í umræðu um loftslagsmál um nokkra hríð.

Sjá nánar í tilkynnigu CLIA og frétt World Maritime News.

N1 mun brátt hefja sölu á skipaolíu með 0,1% brennisteinsinnihald

N1 mun frá næstu áramótum selja til íslenska skipaflotans olíu með 0,1% brennisteinsinnihaldi í stað MDO (marine diesel oil) sem inniheldur 0,25% brennistein.

Framund­an eru breyt­ing­ar á leyfilegu brennisteinsinnihaldi skipaeldsneytis. Í árs­byrj­un 2020 tekur gildi ný reglu­gerð, IMO 2020, en í henni fel­st að veru­lega verði dregið úr brenni­steins­inni­haldi á svartol­íu.  Nú má innihaldið mest vera 3,5% en frá og með 1. janú­ar 2020 á olían inni­halda að há­marki 0,5% brenni­stein.

Sjá nánar í frétt mbl.is.

Höfnum erlendis fjölgar sem veit afslátt fyrir umhverfisframmistöðu

Það verður æ algengara að hafnir víða um heim veiti þeim skipum afslátt sem leggja sig fram við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunarefna og er þá gjarnan miðað við einkunn skipsins samkvæmt ESI stuðlinum (Environmental Ship Index). Í þessari frétt frá GreenPort segir frá áformum Tallinn hafnar í Eistlandi, sem hyggst veita viðskiptavinum allt að 8% afslátt af lestargjöldum sem hafa hlotið ESI stuðul yfir 80.

Mynd eftir Julie North á Unsplash

Losun frá hagkerfi mest á Íslandi 2016

Ísland er það ríki inn­an ESB og EFTA svæðis­ins sem var með mesta los­un kolt­ví­sýr­ings (14 tonn CO2) frá hag­kerfi á ein­stak­ling árið 2016. Los­un hef­ur auk­ist vegna auk­ins flugrekst­urs og skipa­flutn­inga frá ár­inu 2012. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar. Á Íslandi er los­un­in að stærst­um hluta frá flugi og fram­leiðslu málma, en los­un frá málm­fram­leiðslu kem­ur til vegna bruna kola í raf­skaut­um. Kolt­ví­sýr­ings­los­un frá hag­kerf­inu á ein­stak­ling hafi því farið vax­andi frá ár­inu 2016.

CRI hlaut umhverfisverðlaunin Energy Globe Awards

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) hlaut nýverið verðlaunin Energy Globe Awards fyrir nýsköpun í þágu loftlagsverndar. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. CRI hlaut verðlaunin fyrir ETL tæknilausn sína sem talin er gagnast við að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum, minnka losun koltvísýrings frá margskonar iðnaði og stuðla að orkuskiptum í samgöngum.

Sjá nánar í fréttablaðinu.